Það fellur ekki niður æfing hjá HHFH

Það fellur ekki niður æfing hjá Hlaupahópi FH vegna veðurs, það sannaðist í dag.  Það var ekki mjög spennandi veðrið – en þeir hörðust létu það ekki á sig fá heldur mættu á æfingu.  Steinn þjálfari skrifaði  á hlaup.com:  Um Setbergið í bjáluðu veðri og leiðindafærð.  Aðeins þeir hörðustu mættu í dag á æfingu.

En margir félagar notfærðu sér hlaupabrettin í líkamsræktarstöðvunum á meðan aðrir gerðu ekki neitt.

Smá fróðleikur í Hornið;

RODALON
Æfingafötin sem við klæðumst eru vel flest úr gerviefnum.  Við notkun festist í þeim vond lykt sem getur verið erfitt, jafnvel ómögulegt, að ná úr í venjulegum þvotti.

Eftir því sem ég kemst næst þá er Rodalon eina svarið við þessu.
Rodalon, sótthreinsar, drepur bakteríur og eyðir vondri lykt úr hlaupaskóm og íþróttafatnaði.

Efnið er blandað, samkvæmt leiðbeiningum og eru flíkurnar látnar liggja í blöndunni í 30 mínútur.  Efir það eru þær þvegnar í þvottavél.

Rodalon er einnig hægt að setja á spreybrúsa og úða með honum skóna.  Það steindrepur slæma lykt sem getur myndast þar.

Rodalon fæst m.a. hjá Eiberg Stórhöfða, Afreksvörum Glæsibæ og Apótekum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.