VIKA 2 – Atlantsolíuhlaup FH og þorrablót Frjálsíþróttadeildar

HLÁKA
Hláka setti stirk í reikninginn hjá hlaupurum um helgina, en þeir alhörðust létu það ekki á sig fá heldur stukku á milli polla, skautuðu á svelli og hlupu á auðum götum þar sem það var hægt. 

HLAUPASERÍA ATLANTSOLÍU OG FH
Hlaupasería Atlantsolíu og FH fer af stað nú í janúar.  Um er að ræða þrjú hlaup sem fara fram  síðasta fimmtudag í mánuði.  Fyrsta hlaupið er fimmtudaginn 26. nk.  Leiðin er sú sama  og í fyrra, 5 kílómetrar.  Ræst við höfðustöðvar Atlantsolíu við Lónsbraut í Hafnarfirði, hlaupið meðfram ströndinni að Sundhöll Hafnarfarðar, þar sem snúið er við og hlaupin sama leið til baka.  Ræst er klukkan 19:00

Keppt verður í efirfarandi flokkum karla og kvenna:  14 ára og yngri, 15-29 ára, 30-39, 40-49, 50-59 og 60 ára og eldri.  Ekki verða veitt verðlaun fyrir hvert hlaup heldur samanlagðan árangur.

ÞORRABLÓT
Líkt og í fyrra ætlum við að halda þorrablót með Frjálsíþróttadeildinni.  Það verður  þann 28. janúar og verður í Sjónarhól, Kaplakrika.  Verðinu verður stillt í hóf.  Nánari upplýsingar koma síðar en það er um að gera að taka daginn frá.

ÆFINGAÁÆTLUN
Æfingaáætlun vikunnar birtist hér.  Það er útlit fyrir gormahlaup í vikunni.

SMÁ ÚTLITSBREYTINGAR Á SÍÐUNNI
Eins og lesendur hafa tekið eftir þá er búið að uppfæra “haus” myndirnar á heimasíðunni.  Guðni Gíslason, félagi okkar á heiðurinn af myndunum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. 

Á Facebook síðu hópsins er að finna fullt af myndum úr starfi hópsins. 

KOMASO …

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.