Ullarpils á hlaupum

Hér er uppskrift að ullarpilsi  frá Önnu Eðvalds – en hún og Elsa hafa einmitt skartað ullarpilsum á hlaupaæfingum upp á síðkastið og eru án efa öfundaðar af mörgum.  Að sögn Önnu er Léttlopi flottur til að hlaupa í 🙂  og til þess að “stelpur séu brosandi á hlaupum í mega frosti” þá er bara að prjóna sér pils 🙂

Efni:
Léttlopi – 50 gr dokkur
Hringprjónn nr 4 ½, 60 eða 80 cm

PRJÓNFESTA
10 x 10 cm = 18 L og 24 umf slétt prjón á prjóna nr 4 ½.  Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.

AÐFERÐ
Pilsið er prjónað neðan frá og upp.  Í mitti er stroffið þrengt og síðan víkkað aftur.  Hægt er að hafa stroffið í mittið stutt eða langt og þá er annað hvort brett niður eða látið liggja upp bolinn.  Hægt er að leika sér með lengdina á því og láta það jafnvel ná upp undir handarkrika.  Mikilvægt er að nota Silfurfit eða aðra sterka uppfit svo uppfitin slitni ekki við notkun á pilsinu.  Pilsið er frekar þröngt og stutt og nær rétt niður yfir rasskinnar en auðvelt er að hafa það síðara.

PILS
Fitjið upp 144 (162, 180, 198, 216) L á prj nr 4 ½.  Tengið í hring og prj stroff *3 L sl, 3 L br* , alls 3 (4, 4, 4, 5) cm (sjá fyrstu þrjár umf í munstri).  Prj fyrri hluta munsturs skv teikn. Prj slétt, alls 13 (14, 14, 15, 15) cm eða lengra ef pilsið að að vera síðara.  Prj seinni hluta munstursins.  Prj stroff *3 L br, 3 L sl*, alls 3 (4, 4, 4, 5) cm (sjá síðustu 3 umf í munstri).  Næsta umf (úrtaka): *Prj 1 L br og 2 L br saman, 3 L sl*. Ent frá * til * út umf => 120 (135, 150, 165, 180) L. Prj áfram stroffmunstur, 2 L br, 3 L sl, alls 5 umf.  Næsta umf (gataumf):  Bakkið um eina L *Prj 2 L sl saman til vinstri, sláið tvisvar upp á prjóninn, prj 2 L sl saman til hægri, 1 L sl* (br L eru prj saman með sl L).  Ent frá * til * út umf.  Næsta umf:  Prj slétt í sléttar L og prj 1 sl og 1 L pr í uppsláttarbandið frá fyrri umf.  Prj áfram stroffmunstur, *2 L br, 3 L sl* alls 5 umf.  Næsta umf (útaukning:  * Prj 1 L br, aukið út um 1 L, prj 1 L br, prj 3 L sl, *.  Ent frá * til * út umf => 144 (162, 180, 198, 216) L.  Prj áfram stroffmunstur, *3 L br, 3 L sl*, alls 5 cm frá gataumferð fyrir stutt stroff eða 12 (12, 14, 14, 16) cm fyrir langt stroff eða lengra ef vill.

STÆRÐIR
Yfirvídd mjaðmir /
sídd frá mitti      XS/80/30  (S/90/33 – M/100/33 – L/110/34 – XL/120/36) cm

FRÁGANGUR  Gangið frá endum.  Skolið úr pilsinu og leggið til þerris.  Þræðið teygju eða band í mittið.

Hönnun:  Hulda Hákonardóttir

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Ullarpils á hlaupum

  1. Guðni sagði:

    Þetta bjargar mér alveg – nú veit ég hvað ég á að gera við dauða tímann 🙂

Lokað er á athugasemdir.