VIKA 1

Árið 2012 heilsar með frosti og fallegu veðri.  Þjálfararnir hafa sett inn æfingaáætlun vikunnar.  Miðað við verðurspána þá verður frost þessa vikuna og því um að gera að búa sig vel og gormarnir geta svo sannarlega komið að góðum notum.

Þó nokkrir félagar okkar tóku þátt í Gamárshlaupi ÍR, úrslitin má nálgast hér.

Félagi okkar, Elín Sigurðardóttir, sem á og rekur fyritækið elin.is býður okkur félögum HHFH í prufutíma í TRX / Rope Yoga næstkomandi miðvikudag, 4. janúar klukkan 17:00, að Bæjarhrauni 2. önnur hæð.  Hafa með sér hreina sko, handklæði og vatnsbrúsa.

Þar sem einungis 17 manns komast að verður fólk að skrá sig, annað hvort með því að senda sms 696-4419, tölvupósti á elin(a)elin.is – nú eða á facebook síðu Elínar.

Nokkrir félagar í hlaupahópnum hafa nú þegar sótt slík námskeið og láta vel af.

Örlítið um TRX:
Þar sem TRX æfingakerfið er notað í stað lóða eða tækja og unnið með þína líkamsþyngd til að hámarka árangur og virkja og styrkja vöðva.

Við notum nálgun sem kallar á jafnvægi og vitund. Við notum þá mótstöðu sem henntar til að styrkja vöðva , auka snerpu, brennslu, sveijanleika og úthald.

Hvort sem þú ert byrjandi eða íþróttamaður í toppformi þá eru Rope Yoga – TRX fyrir þig. Allir ráða við sömu æfingar þar sem hæglega má stjórna álagi æfinga eftir hverjum og einum.

KOMASO …

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.