Vika 52

Nú er síðasta vika ársins runnin upp og síðasta æfingaáætlun ársins litið dagsins ljós

Á Gamlársdag er hið árlega Gamlárshlaup ÍR, væntanlega ætla einhverjir félagar okkar að taka þátt í því.  Í ár verður hlaupin ný leið.

Eins verður Skokkhópur Hauka með sitt Áramótahlaup,  Ræst verður frá Ásvöllum klukkan 10:30 á Gamlársdag og hlaupnir eru 10 klílómetrar.  Hægt er að skrá sig hér.

Um áramót er ekki úr vegi að setja sér markmið fyrir komandi ár.  Markmiðin geta verið af ýmsum toga,  taka þátt í keppnishlaupi, bæta tíma sinn í ákveðnum vegalendgum, hlaupa í fyrsta skipti hálft eða heilt maraþon, nú eða hlaupa fleiri kílómetra á árinu 2012 en 2011. 

Fyrir marga félaga hlaupahópsins stendur ferðin til Kölnar uppúr sem hátindur hlaupaársins og ef satt skal segja þá höfðum við sem heima sátu einnig mikið gaman af og fylgdust spennt með árangri félaga okkar á götum Þýsku borgarinnar.

Árið 2011 var gott ár – árið 2012 verður án efa frábært.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Vika 52

  1. Hrönn Bergþórsdóttir sagði:

    Verð að segja að ritstjóri síðunnar stendur sig frábærlega…
    Áramótahlaup ÍR er frábært hlaup og flestir mæta í búningum og skemmta sér vel á leiðinni. Sumir hlaupahóparnir hafa þema einhvern lit eða slíkt og hlaupa saman í hópum..

Lokað er á athugasemdir.