Félagakynning

Þá kynnumst við Erlu.  Hún hefur verið með frá upphafi.

Nafn: Erla Eyjólfsdóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég hef verið með frá upphafi, mætti á fyrstu æfingu hópsins 19. janúar 2010.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Mæti í Tabata og Stöðvaþjálfun á milli hlaupaæfinga.

Á hvernig skóm hleypur þú: Asics Kayano 17 og 18, stefni á að prófa Brooks líka.

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Aldrei þegar ég er á æfingu en ef ég er ein að hlaupa þá finnst mér gott að hlusta á tónlist eða útvarpið.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Ég skrái alla hreyfingu.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Mitt helsta markmið þetta árið er að halda mér í góðu formi og reyna að komast 10 km á 45 mín (helst undir).

Hvers vegna HHFH: Ég kynnstist FH í gegnum strákana mína og eftir það kom ekkert annað til greina. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa byrjað í HHFH og fengið að kynnast öllu þessu frábæra fólki, ómetanlegt 🙂 Áfram FH 🙂

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Fyrir laugardagsæfingu fæ ég mér vel af ávaxtasalati eða hafragraut og einn kaffibolla.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já nokkur, þau helstu eru skíði, fjallgöngur, golf, útivera, fjölskyldan og frábæru ömmustrákarnir mínir 🙂

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.