VIKA 14

Það er vor í lofti og frábært að mæta á æfingar og hitta félagana og hlaupa með þeim.  Það er ekki að sjá neitt páskahret í veðurkortunum, þannig næsta vika verður skemmtileg.

Á föstudaginn var uppskeruhátíðin okkar vegna hlaupaseríu Atlantsolíu.  Heppnaðist hún ljómandi vel og fór verðlaunahafar ánægðir heim.  Úrslin má sjá hér.

Á þriðjudag er hefðbundinn æfingatími, klukkan 17:30 en þar á fimmtudag, Skírdag, er ætlunin að æfa fyrir hádegi, mæta upp í Krika klukkan 9:30 og verður fartlek æfing brautinni.  Laugardagsæfingin verður svo með hefðbundnu sniði.

Eftir páska hefjast aukaæfingar.  Verða þær á miðvikudögum og verður væntanlega áhersla lögð á utanvegahlaup.  Nánar um það síðar.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.