Með hverjum erum við að hlaupa? Í svona stórum hópi þekkjast náttúrulega ekki allir. Við könnumst við andlitin og kinkum kolli þegar við hittumst í búðinni eða úti á götu; júbb, þetta er …hún… eða hann … úr hlaupahópnum mínum.
Því er ekki úr vegi að kynnast aðeins þessu frábæra fólki sem tilheyrir okkar skemmtilega hlaupahóp. Það er elítan, Anna Eðvaldsdóttir, kynnir sig fyrst allra.
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég bý í hinum dásamlega bæ Hafnarfirði (mér finnst eiginlega að við ættum að kalla Hafnarfjörð borg!)
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég fór á stofnhlaupaæfingu með HHFH og hef hlaupið 3-4x í viku síðan þá eða í janúar 2009.
Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Ég er í TRX 1x í viku og svo göngum við hjónakornin mikið. Það má segja að ég hreyfi mig markvisst 5x í viku.
Á hvernig skóm hleypur þú: Ég hleyp í Asics gel Nimbus 13 og er alsæl með þá.
Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur, og þá hvernig tónlist: Já ég hlusta á Ipodinn minn stuð lög úr hinum ýmsu áttum. Svo finnst mér líka gaman að hlusta á þætti í Útvarpinu þegar ég hleyp, þar eru oft alveg frábær gömul og góð lög.
Skráir þú hreyfingu þín á hlaup.com: Já ég skrái hlaupin mín og alla hreyfingu á Hlaup.com
Hver eru hlaupamarkmið þín: Markmið mitt er að halda mér í góðu formi alla tíð. og ekki væri nú verra að ná 1/2marathoni á undir 2 klst Hver veit nema að það takist á gamals aldri.
Hvers vegna HHFH: Hversvegna HHFH !!! Annað kæmi bara aldrei til greina!! Hópurinn er alveg einstakur. Mórallinn til fyrirmyndar. Maður hættir ekki í fjölskyldunni sinni. HHFH er einn hluti af fjölskyldunni minni.
Og svo að lokum. Áttu þér einhver önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Önnur áhugamál hmm… vinnan mín er auðvitað áhugamálið mitt líka. Ljósmóðir af lífi og sál:-) En útivera og allar íþróttir , ekki hvað síst skíðaíþróttin er mér ofarlega í huga Ég fylgist vel með nánast öllum íþróttum . Strákarnir mínir allir 4 hafa æft skíði og frjálsar þessvegna er áhugasvið mitt kannski svolítið þar. Svo fékk ég knattspyrnuáhugann í vöggugjöf þessvegna finnst mér alltaf gaman að horfa á leiki , ekki hvað síst þegar bræðrabörnin eru að spila. Ég sem hélt að ég hefði ekki önnur áhugamál ég veit bara ekki hvar ég á að stoppa 😉 Væri kannski ágætt að bæta 4klst við sólarhringinn 🙂