Uppskeruhátíðardagur

Í gær fór fram uppskeruhátíð hlaupahópsins.  Í raun má segja að allur dagurinn hafi verið undirlagður því um morgunin hlupu félagar í ýmsum búningum.

Veðrið var upp á sitt besta og höfðu allir gaman af.  Lagt var af stað að venju frá Suðurbæjarlaug og hlaupið um bæinn.  Vakti uppátækið athygli, því bílstjórar og gangandi vegfarendur stoppuðu og fylgdust með og skemmtu sér yfir uppátæki hlaupafólksins.

Um kvöldið var svo sjálf uppskeruhátíðn.  Það var glimrandi góð þátttaka um 120 manns mætti og skemmti sér vel.  Frábær matur var snæddur og svo tóku skemmtiatrið við.  Guðni Gíslason fór yfir starf hópsins frá upphafi í máli og myndum og Elíturnar komu sáu og sigruðu með uppátæki sínu

Veittar voru viðurkenningar og hlutu þau Friðleifur Friðleifsson og María Kristín Gröndal viðurkenningu fyrir bestan árangur kvenna og karla.  Auður Þorkelsdóttir og Heiðar Birnir Kristjánsson hlutu viðurkenningu fyrir mestu framfarir á árinu.

Á myndinni eru tveir af þjálfurum hópsins, Steinn Jóhannsson og Pétur Smári Sigurgeirsson ásamt þeim Heiðari, Auði, Friðleifi og Maríu Kristínu.

Búið er að setja inn æfingaáætlun fyrir næstu viku.  Nú verða tröppur fyrir fótum okkar.  Nýliðarnir halda sínu striki.

Ljósmynd efri.  Guðni Gíslason
Ljósmynd neðri Egill Ingi Jónsson.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.