Félagakynning

Við höldum áfram að kynnast félögum okkar í hlaupahópnum.  Að þessu sinni ætlar Sunna að segja aðeins frá sér og hlaupunum sínum.

Nafn: Sunna Björg Helgadóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Dásamlega svefnbænum, Garðabæ – bænum sem við elskum að hlaupa í!

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Í byrjun maí 2011 og sé ekki eftir því.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Já, ég æfi sund 2x í viku með 3SH og svo reyni ég að hjóla inn á milli. Stefni á keppni í þríþraut á komandi ári.

Á hvernig skóm hleypur þú: Asics Gel Kayano 17

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Þegar ég hleyp með HHFH þá hlusta ég á skemmtilegu sögurnar sem Elíturnar hafa að segja 🙂 en ef ég fer ein þá hlusta ég á tónlist. Nýjustu albúmin á iPodnum eru Florence and the Machine, Of monsters and Men, Mugison & GusGus.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já ég skrái alla mína hreyfingu inn á hlaup.com – æðisleg síða fyrir tölfræðinörda eins og mig 😉

Hver eru hlaupamarkmið þín: Aðalhlaupamarkmiðin mín eru að njóta þess að hlaupa og draumamarkmiðið væri að fara 1/2 maraþon undir 2 klst.

Hvers vegna HHFH: …afþví að „skokkhópur“ Garðabæjar var ekki fyrir byrjendur 🙂

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaup? Já, fjölskyldan mín og vinir eru vissulega áhugamál mín og það er sér kapítuli útaf fyrir sig að fylgjast með tveggja ára snót vaxa úr grasi – alltaf eitthvað nýtt að gerast 🙂 En svo fyrir utan hlaupin og þríþrautina þá elska ég að svífa um á snjóbretti, ferðast, hlusta á og uppgötva nýja tónlist, fara á góða tónleika, versla mér föt og eyða peningum $$$ 😉

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.