Félagakynning

Nú kynnumst við elítunni Auði Þorkelsdóttur sem ásamt öðrum elítum setja svo sannarlega jákvæðan og skemmtilegan svip á okkar frábæra hlaupahóp.

Nafn: Auður Þorkelsdóttir.

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði.

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Verið með frá upphafi.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Á kort í World Class.

Á hvernig skóm hleypur þú: Asics Kayano 17.

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Jú hlusta stundum á tónlist, hlusta á það sem börnin setja í shuffelinn minn.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Ligg undir feld  eins og er og hugsa minn gang varðandi hlaupamarkmið.

Hvers vegna HHFH: Flottasta félagið og  ekki verra að það er  stutt á Krikann heiman að frá mér 🙂

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Er að reyna að myndast við að spila golf með eiginmanninum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.