Félagakynning

Hún hleypur um götur Hafnarfjarðar, en þegar hún er ekki að því verða fjöll undir skónum hennar.

Nafn: Sesselja Hreinsdóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Í Hafnarfirðnum

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég byrjaði í október 2010 og sé ekki efir því, frábær hópur.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Já já t.d. fer á fjöll búin með 42 stk þetta árið 🙂

Á hvernig skóm hleypur þú: Mjög góðum Nike skóm, made in China

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Gerði það fyrst og þá þann besta í bransanum Pál Óskar 🙂 en nú masa ég útí eitt við þetta frábæra fólk sem hleypur með mér.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Nei er því miður komin uppá lagið með það.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Það væri gaman að geta farið einhverntíma hálft maraþon.

Hvers vegna HHFH: Bý við hliðina á Kapla og FH er mitt félag.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin:
Já, fjallamennskuna og svo elska ég að baka og elda góðan mat 🙂

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.