Félagakynning

Hún byrjaði með hópnum sl. haust og stefnir hátt.  Hálft maraþon í sumar – Anna Sigga.

Nafn: Anna Sigríður Arnardóttir, er alltaf kölluð Anna Sigga

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: 22. nóvember 2011

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Hjóla til Reykjavíkur í vinnuna og til baka

Á hvernig skóm hleypur þú: Rebook

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist:
Stundum en finnst skemmtilegra að spjalla á hlaupum. Í keppnum vil ég hafa tecno-tónlist sem kemur manni úr sporunum.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Alltaf

Hver eru hlaupamarkmið þín: Hlaupa hálfmaraþon í sumar

Hvers vegna HHFH: Frábær félagsskapur

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Banana eða máltíðastöng, get alls ekki hlaupið á fastandi maga.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Fjölskyldan mín, hjól, útivera og að kljást við spennandi verkefni í tölvunni (já, ég er tölvunörd)  :o)

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.