Síðasta æfing fyrir Amsterdam

Í dag er mjög létt æfing hjá Amsterdamförunum okkar, fjórir mjög rólegir kílómetrar. Þau munu svo fljúga af landibrott á morgun, föstudag.

Á heimasíðu hlaupsins er hægt að sækja app svo hægt sé að fylgjst með hlaupurum í keppninni. Við sem eftir sitjum heim munum án efa fylgjast náið með okkar fólki.

Svo er gamla tuggan aldrei of oft tuggin:
Hafa gaman af – njóta – fíla sig í botn og …
BROSA

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Síðasta æfing fyrir Amsterdam

VIKA 42

Þá er að koma að þessu, Amsterdam um næstu helgi.  Það er fríður hópur sem fert til að taka þátt og eins eru þó nokkrir sem ætla að vera í klappliðinu á hliðarlínunni!  Því miður hafa nokkur þurft að hætta við vegna meiðsla, en við vonum að sjálfsögðu að fólk verði fjótt að jafna sig.

Það væri frábært, fyrir okkur sem heima sitjum og munum fylgjast með ykkur í gegnum tölvuna, að fá bip númerin ykkar.  Því væri gott ef þið senduð póst á síðuhaldara -hbirnir(a)gmail.com, þar sem fram kæmi nafn, bip númer og vegalengd.  Þessar upplýsingar yrðu settar inn á hópvegginn okkar á Fésbókinni.

Æfingaplan vikunnar lítur svona út:

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 42

Flensborgarhlaupið

Á morgun, þriðjudag, fer fram Flensborgarhlaupið.  Því verður ekki eiginleg æfing á brautinni og enginn þjálfari þar, en félagar hvattir til að taka þátt í hlaupinu.  Skráning er til 12 á hádegi á morgun.

Enn vantar nokkra í sjálfboðavinnu til að starfa hlaupið, sendið póst á tobbape(a)gmail.com. Þau sem vinna við hlaupið eiga að mæta í Hamarssal í Flensborg klukkan 16:45 þar sem verkefnum er úthlutað.  Starfsmenn þurfa að mæta í endurskinsvestum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Flensborgarhlaupið

VIKA 41

Síðasta heila vikan fyrri Amsterdamferðina, hún er með rólegra móti.

Í stað þriðjudagsæfingarinnar er kjörið að skella sér í Flensborgarhlaupið, þar er boðið upp á tvær lengdir í tímatöku, fimm og tíu kílómetra.

Á fimmtudag er fer fram fyrsta hlaup í Powerade vetrarhlaupaseríunn.  Hlaupin eru sex í vetur og fara fram annan fimmtudag í mánuði.

  • 10. október 2013
  • 14. nóvember 2013
  • 12. desember 2013
  • 9. janúar 2014
  • 13. febrúar 2014
  • 13. mars 2014

Hlaupin byrja klukkan 20:00 við Árbæjarlaugina.  Frekari upplýsingar er að finna á hlaup.is.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 41

Árgjaldið

Búið er að senda kröfu í netbanka  félagsmanna fyrir hálfu árgjaldi, 6000 kr.  Gjalddagi er 10. október.

Þau sem óska eftir kvittun senda póst á Tobbu (tobbape@gmail.com) margir vinnustaðir/stéttarfélög eru með íþróttastyrki sem hægt er að nota.

Ef þið eruð ekki skráð í hlaupahópinn er nóg að senda Tobbu póst með upplýsingum um nafn og kt. og rukkuninn berst um hæl 🙂

Árgjaldið 12.000 hefur ekkert breyst frá því að hlaupahópurinn hóf göngu sína (hlaup sitt).  Innheimt er tvisvar á ári.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Árgjaldið

Flensborgarhlaupið

Við minnum á Flensborgarhlaupið sem fer fram 8. október næstkomandi.

Þrjár vegalengdir eru í boðið, 5 og 10 km. með tímatöku og 3 km. skemmtiskokk. Forskráning er á hlaup.is til klukkan 12 á hádegi hlaupadags.  Þátttökugjald er 1.000 kr. og 500 kr. í skemmtiskokkið.  Athugið að ekki er hægt að skrá sig á staðnum.  Ræst er klukkan 17:30 frá Flensborg.

Flott útdráttarverðlaun og frítt í sund eftir hlaup!

Við hvetjum hlaupara til að skrá sig tímanlega. Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðs málefnis sem snertir ungt fólk í Hafnarfirði.

Það verður ekki brautaræfing þennan dag eins og gert er ráð fyrir á æfingaplaninu.

Þau sem ekki ætla keppa en vilja starfa við hlaupið láta Þorbjörgu Ósk vita (tobbape@gmail.com) en mæting fyrir starfsmenn er kl. 16:45 við andyri Flensborgarskóla. Þurfum 6-8 starfsmenn.

Frekari upplýsingar er að finna á hlaup.is

Komaso!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Flensborgarhlaupið

VIKA 40

Nokkrir félagar okkar tóku þátt í Berlínarmaraþoninu sem fram fór fyrr í dag.  Árangur þeirra var í einu orði sagt frábær.

  • 3:13:15  María Kristín
  • 3:13:43   Ebba Særún
  • 3:16:41  Jón Ómar
  • 3:18:16  Einar Rafn

Það fór fram bein útsending á fésbókarveggnum okkar og var stórskemmtilegt að fylgjast með sem þar fór fram.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Það er ekki úr vegi að minna félaga á að nota bílastæðin við Leikskólann Brekkuhvammi v. Smárabarð þegar laugardagsæfingarnar standa yfir. Það er stutt rölt þaðan og yfir í Suðurbæjarlaug.

Það er óþarfi að við séum að blokkera bílastæðin í lengri tíma þegar við erum að hlaupa.

Vika 40 er framundan.  Enn og aftur eru félagar hvattir til að fara varlega og passa sig vel síðustu vikur fyrir Amsterdam ekki vera með neina tilraunastarfsemi eða glennugang.   Matarræðið er að öllum líkindum undir kontról og allir með hugann við stóra og skemmtilega markmiðið – Það er stutt í 20. október 🙂

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 40

Hjartadagshlaupið

Hjartadagshlaupið fer fram sunnudaginn 29. september næstkomandi.

Boðið er upp á 5 og 10 km hlaup með tímatöku.

Ræsing og mark er á Kópavogsvelli.

Nánar um hlaupið hér.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hjartadagshlaupið

Flensborgarhlaupið 2013

Í ár verður Flensborgarhlaupið á þriðjudegi en en ekki á laugardegi líkt og áður.  Það fer fram 8. október næstkomandi klukkan 17:30.

Þrjár vegalendir eru í boði 5 km og 10 km hlaup með tímatöku og 3 km skemmtiskokk án tímatöku.

Hlaupaleiðin er einföld og þægileg, farið fram og til baka í átt að Kaldárseli. Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km.

Hér má nálgast kort af hlaupaleiðinni og hér má nálgast frekari upplýsingar um hlaupið.

Forskráning er til klukkan 12 á hádegi á hlaupadag 8. október.  Ekki er hægt að skrá á staðnum.

Forskráning er á hlaup.is

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Flensborgarhlaupið 2013

Fyrirlestraröð Framfara haustið 2013

Fræðslufundir Framfara haustið 2013 verða haldnir í Íþróttamiðstöðin Laugardal við Engjaveg 3. hæð og er aðgangseyrir 1000 kr.

Frá september-nóvember 2013 eru eftirfarandi fyrirlestrar í boði:

  • Þriðjudagur 24. september 2013: Hljópstu fram úr þér ?
  • Fimmtudagur 24. október 2013: Einkenni góðs afreksmanns
  • Fimmtudagur 28. nóvember 2013: Grunnur að glæstum árangri

Fundirnir verða haldnir í Íþróttamiðstöðin Laugardal við Engjaveg 3. hæð og er aðgangseyrir 1000 kr.

Um fundinn í kvöld:

Þriðjudagur 24. september 2013: Hljópstu fram úr þér ?

Kl. 20:00 – 21:15 Salur E

  • Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari hjá Atlas endurhæfingu

Farið verður yfir helstu þætti er snúa að meiðslum hlaupara en sjónunum verður ekki síður beint að forvörnum og þeim leiðum sem fara má til að sporna gegn álagstengdum meiðslum. Róbert hefur unnið við greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu íþróttameiðsla frá því árið 2005 en hann hefur síðan þá starfað sem sérfræðingur á sviði íþróttasjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að sérsérsvið hans eru axlar- og hnéendurhæfing hefur Róbert sinnt fjöldanum öllum af íþróttamönnum úr öllum greinum íþrótta og meðal annars unnið mikið með Anítu Hinriksdóttur, Kára Steini Karlssyni og Gunnari Páli Jóakimssyni þjálfara þeirra og fjölda annarra hlaupara á sviði forvarna gegn meiðslum og álagstengdum einkennum

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestraröð Framfara haustið 2013