Fræðslufundur

Næstkomandi miðvikudagkvöld, 27. nóvember, klukkan 20. verður fræðslufundur í Sjónarhóli, Kaplakrika.

Félagar okkar ætla að miðla af sinni reynslu.

Dagskrá:
Sveinbjörn Sigurðsson, sjúkraþjálfari – “Er betur heima setið”
Friðleifur Friðleifsson, ofurhlaupari – ccc hlaupið, 101 km, frásögn og myndir.

Friðleifur var nú fyrir skemmstu valinn ofurhlaupari ársins hjá FRÍ.

Komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fræðslufundur

VIKA 47

Nú skiptir máli að sjást!  Munið því eftir endurskininu; vestum eða merkjum.

Í gær, laugardag, var flughált, það er um að gera að minna á að hægt er að fá skó sem búið er að “negla” eins var hægt að fá skrúfur í TRI búðinni sem skrúfaðar eru í sólann og gefa gott grip í hálku.

Æfingar næstu viku verða sérlega skemmtilegar – er það ekki?

Komaso.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 47

VIKA 46

Á uppskeruárshátíðinni okkar sem fram fór á föstudagskvöldið voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir í kvenna og karlaflokki og einnig voru útnefnd hlauparar ársins í kvenna og karlaflokki.

Í ár hlutu þau Elfa Ásdís Ólafsdóttir og Hafsteinn Viktorsson framfaraverðlaunin.

Hafsteinn var ekki með okkur þetta kvöld, en honum verður afhent verðlaunin við fyrsta tækifæri.

Hlauparar ársins voru þau Erla Eyjólfsdóttir og Friðleifur Friðleifsson.

Óskum við þeim öllum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.

Það er mál manna að þessi árshátið hafi verið með eindæmum góð.  Stuðið og stemning.

Er skemmtinefndinni færð alveg spes knús og eru félagar hvattir til að faðma þau vel á næstu æfingu.

Á fésbókina okkar hafa verið póstaðar myndir úr fagnaðnum.  Þær segja meira en 1000 orð.

Þetta var ómælt gaman.

Næstkomandi fimmtudagskvöld fer fram annað Powerade hlaup vetrarins.  Annars eru æfingar samkvæmt óskrifuðu plani.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 46

Djamm í kvöld og æfing á sunnudag

Jæja gott fólk, þá er komið að því!  Eins og flestum ætti að vera ljóst þá er uppskeruárshátíðarstuðkvöld hjá einum frábærasta hlaupahópi norðan Suðurpóls í kvöld.

Skemmtinefndin lofar góðri skemmtun og þrusu stuði og maturinn verður ekki af verri endanum eins og sjá má 🙂

Það er líklegt að stuðið standi vel frameftir og því var ákveðið að færa laugardagsæfinguna.  Hlaupið verður frá Suðurbæjarlaug klukkan 10. á sunnudag.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Djamm í kvöld og æfing á sunnudag

Flott tilboð hjá INTERSPORT

Frábær tilboð á Asisc- gildir til 12.nóv.
Búðin er sneisafull af nýjum vörum – flottum hlaupafatnaði í öllum helstu merkjum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Flott tilboð hjá INTERSPORT

VIKA 45

Nú er uppskorið ….

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 45

UPPSKERUÁRSHÁTÍÐ

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við UPPSKERUÁRSHÁTÍÐ

VIKA 44

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þessa vegna er notkun endurskinmerkja nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa endurskinsmerkin fremst á ermum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra síðarnefndu í umferðinni.  Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr og því getur notkun endurskinsmerka skilið milli lífs og dauða.

Æfingar á hefðbundnum tímum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 44

VIKA 43

Félagar okkar gerðu heldur betur frábæra hluti útí Amsterdam nú í morgun. Það verður því heldur betur gaman að hitta þau þegar þau skila sér á æfingu, eftir að hafa tekið því rólega í nokkra daga.

Af fésbókinni að dæma þá var flott og góð stemning í hópnum eftir hlaup.  Við hlökkum til að heyra allar sögurnar þegar þau koma heim.
En við sem heimasátum skemmtum okkur vel við að fylgjast með hlaupinu, en á stundum vorum við dálítið ósátt við app-ið sem hafði ekki undan óþolinmóðum áhangendum.

Allra bestu hamingju óskir til ykkar allra.

Í vikunni eru æfingar að venju – hittumst í Kaplakrika þriðjudag og fimmtudag klukkan 17:30 og við suðurbæjarlaug á laugardag klukkan 9:00.

Svo er ekki úr vegi að minna á að árshátíðin okkar verður föstudagskvöldið 8. nóvember – er ekki örugglega búið að taka daginn frá?

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 43

Helgin

Félagar okkar flugu til útlandsins í morgun og af myndum sem þau póstuðu á fésbókarvegginn okkar ríkti mikil og góð stemning í Leifsstöð fyrir brottför.

Við sem eftir erum höldum okkar striki.  Á morgun laugardag er æfing, mæting í Suðurbæjarlaug klukkan 9. þaðan munum við hlaupa okkar rólega langa helgarhlaup.

Það er spáð fallegu og björtu en frekar köldu veðri.

Á þriðjudag er æfing samkvæmt venju.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Helgin