Félagar okkar gerðu heldur betur frábæra hluti útí Amsterdam nú í morgun. Það verður því heldur betur gaman að hitta þau þegar þau skila sér á æfingu, eftir að hafa tekið því rólega í nokkra daga.
Af fésbókinni að dæma þá var flott og góð stemning í hópnum eftir hlaup. Við hlökkum til að heyra allar sögurnar þegar þau koma heim.
En við sem heimasátum skemmtum okkur vel við að fylgjast með hlaupinu, en á stundum vorum við dálítið ósátt við app-ið sem hafði ekki undan óþolinmóðum áhangendum.
Allra bestu hamingju óskir til ykkar allra.
Í vikunni eru æfingar að venju – hittumst í Kaplakrika þriðjudag og fimmtudag klukkan 17:30 og við suðurbæjarlaug á laugardag klukkan 9:00.
Svo er ekki úr vegi að minna á að árshátíðin okkar verður föstudagskvöldið 8. nóvember – er ekki örugglega búið að taka daginn frá?