Félagar okkar flugu til útlandsins í morgun og af myndum sem þau póstuðu á fésbókarvegginn okkar ríkti mikil og góð stemning í Leifsstöð fyrir brottför.
Við sem eftir erum höldum okkar striki. Á morgun laugardag er æfing, mæting í Suðurbæjarlaug klukkan 9. þaðan munum við hlaupa okkar rólega langa helgarhlaup.
Það er spáð fallegu og björtu en frekar köldu veðri.
Á þriðjudag er æfing samkvæmt venju.