Æfingar um jól og áramót

Jæja gott fólk.  Þá er jólavikan runnin upp enn og aftur.  Það er ár síðan síðast en í raun viriðst það vera mun styttra!

Æfingaáætlun vikunnar er svohljóðandi:

  • Þriðjudagur 24. des: frí.
  • Fimmtudagur  26. des: Kirkuhlaup með Haukum kl: 10:30 – eða kirkjuhlaupið á Seltjarnarnesi – gott spjallskokk 🙂
  • Laugadagur 28. des: Hefðbundin æfing.
  • Þriðjudagur 31. des: Ekki hefðbundin æfing en þá er um að gera að fjölmenna í Gamlárshlaup ÍR. Strápils, freyðivín og skemmtilegt fólk.

Svo er ekki úr vegi að bregða sér í spandexið milli mála og hlaupa um Hafnarfjörðinn 🙂

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Æfingar um jól og áramót

Kirkjuhlaup með Skokkhópi Hauka

Okkar ágætu félagar í Hukum ætla að vera með kirkjuhlaup á öðrum degi jóla og bjóða okkur að skokka með sér.

Hugmyndin er að heimsækja kirkjur og klaustur á stór -Hafnarfjarðarsvæðinu, hlaupaleiðin er um 14 km. en hægt er að stytta leiðina.  Lengsti krókurinn er út að Garðakirkju og auðvelt er að stytta með því að sleppa þeim krók.

Þetta er alls ekkert keppnishlaup, ætlunin er spjalla og njóta.  Stoppa við hverja kirkju til að þétta hópinn.

Lagt verður af stað frá Ástjarnarkirkju, presturnn þar ætlar að messa örlítið yfir hópnum og koma honum af stað.  Endastöðin er einnig þar og verður boðið upp á kaffi, kakó og jafvel bakkelsi.

·        Annar í jólum

·        kl. 10:30

·        Ástjarnarkirkja

·        ca. 14km

·        Njóta og skokka … 🙂


Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Kirkjuhlaup með Skokkhópi Hauka

VIKA 51

Það er vetrarríki á landinu þessa dagana og fyrir vikið eru æfingarnar ekki eins fjölmennar og ella, eins er jólastússið að ná hámarki þessa vikuna.  En það er um að gera að gefa sér smá tíma til að reima á sig hlaupaskóna og skokka smá hring.

Í vikunni brjótum við upp fimmtudagsæfinguna og í stað hefðbundinnar æfingar verður jólaljósa kakóhlaupið okkar –  það er um að gera að mæta með jólasveinahúfur, í einhverju rauðu, með jólaseríur hangandi á sér eða ganga alla leið og mæta bara í jólasveinabúning …

Hlaupið verður frá Kaplakrika á hefðbundnum tíma og þegar við komum þangað aftur bíður okkar kakó, kruðerí og ljúf jólatónlist.

Endilega mæta og taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi.

Kaldárhlaupið fór fram í dag.  Hægt er að skoða frá bærar myndir frá félaga Guðna hér.  Úrslitin verða birt á hlaup.is.

Enn leitum við að að aðila til að taka við heimasíðunni okkar. Áhugasömum er bent á að senda póst á síðuhaldara, hbirnir(a)gmail.com sem veitir frekari upplýsingar.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 51

Frjálsíþróttahúsið sýnt!

Næstkomandi föstudag, 13. desember kl. 16-18:30 verður opið hús í Krikanum.
Þá mun okkur gefast tækifæri til að skoða og fá kynningu á nýja frjálsíþróttahúsinu sem fljótlega verður tekið í notkun.

Fjölmennum og höfum gaman af skoðunarferð um húsið.

Komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frjálsíþróttahúsið sýnt!

VIKA 50

Næstkomandi sunnudag, 15 desember,  er hið árlega Kaldárhlaup.  Hlaupið er frá Kaldárbotnum niður í miðbæ um 10 km. leið.  Búið er að opna fyrir skráningu á Hlaup.is.

Gamlárshlaup ÍR verður þreytt í 38 sinn á Gamlarsdag.  Ræst er klukkan 12 fyrir farman Hörupu.  Það eru margir sem enda hlaupaárið í þessu skemmtilega hlaupi.  Búið er að opna fyrir forskráningu á Hlaup.is.

Það er vetur í kortunum næstu viku, við högum okkur samkvæmt því og klæðum okkur eftir veðri.  Æfingar verða annars með hefðbundnu snið.

Í næstu viku (viku 51) er stefnt á okkar árlega jólaljósahlaup nánar um það þegar nær dregur.

Enn leitum við að að fólki til að taka við heimasíðunni okkar. Áhugasömum er bent á að senda póst á síðuhaldara, hbirnir(a)gmail.com sem veitir frekari upplýsingar.

KO ma SO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 50

Kuldaboli í kortunum

Það er dálítið frost á okkur þessa dagana.  Því er um að gera að passa sig og vera ekki með neinn glennugang, sérstaklega ef öndunarfærin eru viðkvæm.

En það er óþarfið að sleppa æfingu ef ekkert amar að – því eins og við vitum þá fellur ekki niður æfing hjá okkur.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Kuldaboli í kortunum

Það er farið að snjóa og kólna

Það er auðvelt að klæða kuldann af sér, en ekki er gott að klæða sig í öll föt sem til eru og fara þannig út að hlaupa því strax á fyrstu skrefum verður manni óbærilega heitt og gamanið hverfur fljótt.

Lykilatrið er að vera í fleiri þunnum flíkum en fáum þykkum.

Gott er að vera í dry-fit bol næst mér, því næst þunnum langerma dryfitbol (eða jafnvel þunnum langerma ullarbol) og að endingu hlaupajakka. Það er hægt að fá hlaupajakka sem er alveg vindheldur að framan en andar vel á bakinu.

Gott getur verið að buxurnar séu í þykkara lagi, vindheldar að framan en anda vel, sérstaklega að aftan.

Til að stjórna hitanum betur er gott að vera með húfu á hausnum og í vettlingum sem hægt er að fara úr úr ef hitinn verður óbærilegur. Eins er gott að vera með buff um hálsinn.

Bómullarflíkur eru afleitur kostur bæði sem nærföt eða eitthvað annað. Um leið og bómull blotnar missir hún einangrunargildi sitt og gerir oft og tíðum meira ógagn en gagn.

Ef það er ofankoma getur verið gott að vera með gleraugu til að verja augun.

Ef það er mjög kalt er um að gera að bæta við fleiri flíkum, en það þarf að hafa það í huga að manni hitnar á hlaupum.  En ef frostið er mjög mikið er jafnvel betra að hlaupa innandyra á bretti – eða bara hafa það gott heima með kakóbolla.

Niðurstaða: Lang best er að klæða sig ekki of mikið, því um leið og maður fer að hreyfa sig fer allt kerfið af stað og framleiðir nægilega orku til að halda á manni hita.

Muna svo eftir endurskinsvestum og merkjum!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Það er farið að snjóa og kólna

VIKA 49

Næstkomandi laugardag fer fram annað hlaupið í TRI & ZOOT 5 km hlaupaseríunni. Hlaupið er í Laugardalnum.  Nánar um seríuna á heimasíðu TRI og á Hlaup.is.

Fimmtánda desember er hið árlega Kaldárhlaup.  Hlaupið er frá Kaldarseli niður í miðbæ Hafnarfjarðar, tæplega 10 kílómetra leið.  Verðlaunaafhending fer fram í Jólaþorpinu.  Allt um hlaupið hér.

Æfingar eru með hefðbundnu sniði í vikunni.

Hlaupahópurinn leitar enn að áhugasömu fólki til að taka við heimasíðunni. Frekari upplýsingar gefur Finnur Sveinsson, fisv(a)simnet.is eða Heiðar Birnir, hbirnir(a)gmail.com.

Munum eftir endurskinsmerkjum þau bjarga.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 49

Heimasíða hlaupahóps FH

Hlaupahópur FH leitar að aðila/aðilum til að taka að sér heima- og fésbókarsíðu hópsins.

Áhugasamir hafi samband við Finn Sveinsson, netfang: fisv(a)simnet.is

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Heimasíða hlaupahóps FH

VIKA 48

Það verður nóg um að vera í vikunni.  Æfingar verða á hefðbundnum tíma og dögum og ef eitthvað er að marka vedur.is þá rignir hraustlega alla vikuna.

Á miðvikudag verður okkar árlegi haustfræðslufundur.  Að þessu sinni ætla félagar okkar, þeir Sveinbjörn Sigurðsson og Friðleifur Friðleifsson að miðla okkur af sinni þekkingu og reynslu.  Fundurinn verður haldinn í Sjónarhóli – Kaplakrika og hefst klukkan átta.

Fimmtudaginn 28. nóvember verður fyrirlestur á vegum Framfara haldinn í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.  Þar flytur Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafærðingur og þjálfari fyrirlestur og mun segja frá æfingum Anítu Hinriksdóttur sl. ára og ævintýralegu sumri, 2013 og framtíðarsýn hennar sem er skýr og metnaðarfull. Aðganseyrir 1000 kall.

Munum eftir endurskinsmerkjum – þau eru nauðsynleg!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 48