Hlaupafélagar fá 15% afslátt af hlaupafatnaði og hlaupaskóm í Intersport út árið. Við kaup þarf að sýna kort sem verður afhent á æfingu á morgun, þriðjudag.
Hvetjum því alla til að mæta og næla sér í afsláttarkort.
Hlaupafélagar fá 15% afslátt af hlaupafatnaði og hlaupaskóm í Intersport út árið. Við kaup þarf að sýna kort sem verður afhent á æfingu á morgun, þriðjudag.
Hvetjum því alla til að mæta og næla sér í afsláttarkort.
Það var fámennt en góðmennt í æfingu í dag þegar Brynja Björg og Matthildur kynntu nýtt útlit. Þær tóku þetta alla leið og fór Matthildur meira segja úr að ofan (algjörlega svona had to be there moment). Hlaupafélagar eru hvattir til að fara upp í Altis, Bæjarhrauni 8 til að máta og kaupa boli eða peysur. Munið að láta vita að þið séuð frá hlaupahóp FH. Bolina fáum við á einstaklega góðu verði og að auki fáum við 15% afslátt af öðrum hlaupafatnaði. Þetta tilboð gildir til 1. mars. Eftir 1. mars verður ein merkingu á bol eða peysu í boði hlaupahópsins en að sjálfsögðu er hægt að fá sér fleiri merkingar á eigin kostnað.
Miðvikudaginn 19. febrúar verður kynning og ráðgjöf á Compressport vörum í húsnæði IronViking að Hlíðasmára 2 Kópavogi milli 19:00-21:00. Léttar veitingar verða í boði. Vörur sem tengjast nýju útliti hlaupahópsins verða á sérstöku tilboði eins og þessir sokkar.
Nú hafa Brynja Björg og Matthildur, sérlegir útlitsráðgjafar og tískuspekúlentar HHFH, ákveðið hvernig hlaupahópur FH muni líta út þetta keppnistímabilið. Blátt skal það vera. Hér má sjá hvaða bolir eru í boði og hvað þeir munu kosta. Þær stöllur munu síðan vera með frekari kynningu á nýja útlitinu á æfingu á morgun og hvetjum við alla til að mæta.
Þá er komið að því að rifja upp gönguskíðataktana já eða bara vera með !
Á æfingu á þriðjudaginn var farið yfir mikilvægi þess að gera styrktaræfingar með hlaupunum. Uppskrift af styrktaræfingum að hætti Péturs:


Vonumst eftir að sjá sem flesta á æfingunni.
2014 gekk í garð á réttum tíma og því er ekki úr vegi að velta fyrir sér hlaupamarkmiðum ársins.
Það er nánast hægt að halda endalaust áfram en málið er að setja sér raunhæf markmið sem þó eru krefjandi … og standa við þau. Ef maður heltist úr lestinni er um að gera að gefast ekki upp heldur halda áfram á sínum hraða og á sínum forsendum og koma þannig sterk(ur) til baka.
Árið 2014 verður án efa viðburðarríkt og skemmtilegt hjá okkur í hlaupahópi FH. Markmiðin verða stærri hjá mörgum og hraði og geta aukast með hverri æfingunni en aðal málið er að hafa gaman af og njóta þess að hlaupa með góðu og skemmtilegum félögum. Og koma brosandi í mark, hvort sem er í keppni eða lok æfingar.
Þetta verður síðasti pistill undirritaðs sem síðuskrifara hhfh.is og umsjónarmanns fésbókarsíðu hlaupahópsins. Nú tekur nýr aðili við, hver það verður kemur í ljós.
Komaso.
Heiðar Birnir
Það verður ekki hefðbundin æfing á morgun, Gamlársdag, en þess í stað eru félagar hvattir til að taka þátt í Gamlárshlaupi ÍR, sem að mörgum er talið vera eitt skemmtilegasta hlaup ársins.
Forskráningu lýkur á miðnætti í kvöld og eru þátttakendur hvattir til að notfæra sér forskráninguna. Veðurspáin er alveg þokkaleg, svo það stefnir í stuð og skemmtilegheit.
Á fimmtudag er svo æfing samkvæmt áætlun.
Allra bestu óskir um gleði- og ánægjulegt hlaupaár 2014!
Í fimmta skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir sigurvegara og alla þá sem tilnefndir verða. Einnig verður dregið úr nöfnum þeirra sem kjósa og veitt vegleg útdráttarverðlaun.
Í ár verða valdir bestu langhlauparar ársins 2013 bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvað eina sem hægt er að meta til viðurkenningar.
Lesendum hlaup.is er boðið að senda inn tilnefningar ásamt stuttri greinargerð um afrek viðkomandi á árinu fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 8. janúar. Hver aðili má tilnefna eins marga hlaupara og hann vill.
Þann 9. janúar mun hlaup.is birta helstu tilnefningarnar sem kosið verður um og verður þá opnað fyrir kosningu um langhlaupara ársins. Lesendur hafa þá 10 daga til að kjósa hér á hlaup.is en tilkynnt verður um sigurvegara helgina 19.-20. janúar með formlegri verðlaunaafhendingu.
Vinsamlegast sendið tilnefningar á netfangið torfi(hjá)hlaup.is fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 8. janúar.
Allar nánari upplýsingar eru á hlaup.is undir Ársbesta/Langhlaupari ársins 2013.
Forskráning í 38. Gamlárshlaup ÍR stendur nú yfir. Það ríkir ávallt mikil gleði og stemning í Gamlárshlaupi ÍR, en skapast hefur sú hefð að hlauparar mæti í búningum sem setur skemmtilegan svip á hlaupið. Á Hörputorgi gefst svo hlaupurum og áhorfendum kostur á að gæða sér á kakó og kleinum gegn vægu gjaldi.
Veitt verða verðlaun fyrir bestu búningana auk hátt í 100 útdráttarverðlauna af ýmsum toga. Afreksvörur og Intersport gefa vinninga fyrir 1.-3. sæti í flokki karla og kvenna. Hlauparar sem hljóta útdráttarverðlaun fá afhenta miða þegar þeir koma í mark og verða að vitja vinninga inni í Hörpunni. Allir 15 ára og yngri fá þátttökupeninga sem jafnframt þarf að vitja inni í Hörpunni, en eldri hlaupurum gefst kostur á að kaupa þátttökupening samhliða skráningu. Með skráningargögnum fylgir inneign í Intersport.
Frekari upplýsingar má finna á skráningarsíðu hlaupsins á haup.is.