Takið miðvikudagskvöldið 2.apríl frá því þá verður…

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Takið miðvikudagskvöldið 2.apríl frá því þá verður…

3af3 FH-Actavis fim 27.mars

Þá er það síðasta af þremur FH-Actavis næstkomandi fimmtudag 27.mars kl. 19:00.

Skráning hefst klst fyrir hlaup og kostar aðeins kr.500.-

Sjáumst !

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við 3af3 FH-Actavis fim 27.mars

Mottumars – styrktarhlaup Hauka

Í stað hefðbundinnar æfingar laugardaginn 22. mars ætlar skokkhópur Hauka að vera með sérstakt styrktarhlaup með frjálsri aðferð (hlaupa, ganga, hjóla o.s.frv). Mæting er kl. 9:00 á Ásvöllum.

Aðgangseyrir er 1000 kr. eða frjáls framlög.

Hlaupafélagar FH eru hvattir til að fjölmenna og  vera með í þessu frábæra framtaki nágranna okkar og er fólk beðið um að skarta mottum, bindum, slaufum eða öðru skemmtilegu.

Fjölmiðlar mæta á staðinn og tekin verður hópmynd.

Að æfingu lokinni er öllum boðið frítt í Ásvallalaug. Eftir sund eða kl. 13:00 verða léttar veitingar í boði á Ásvöllum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Mottumars – styrktarhlaup Hauka

Fyrirlestur á vegum Framfara

Félagi okkar, Friðleifur Friðleifsson, mun halda erindi á fræðslufundi Framfara þann 19. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram í sal Fjölbrautarskólans við Ármúla og hefst kl 20. Friðleifur mun í erindinu fjalla um reynslu sína af utanvegahlaupum með sérstakri áherslu á CCC- hlaupið (rúmir 100km) sem hann tók þátt í síðasta sumar. Hann mun fjalla um undirbúning, æfingaáætlun og keppni sem og upplifun sína af CCC-hlaupinu sem er hlaupið við rætur Mount Blanc.

Friðleifur hefur síðustu ár verið einn allra besti utanvegahlaupari Íslands og unnið fjöldamörg hlaup auk þess að eiga þriðja besta tímann á Laugaveginum. Friðleifur var kjörinn ofurhlaupari ársins í karlaflokki fyrir árið 2013 en hann hafnaði í 18.sæti af tæplega 2000 í CCC hlaupinu í Ölpunum en vegalengdin sem hlauparar fara þar er 101 km.

Einnig mun Sigður Pétur Sigmundsson þjálfari og fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþonhlaupi fjalla um þjálfun þeirra sem stefna á mismunandi tíma í maraþonum. Fyrirlestur hans nefnist: „Hvað þarf til að hlaupa maraþonhlaup á 3:30 klst., 3:15 klst. og undir 3 klst.”

Sem fyrr segir eru fyrirlestrarnir  19. mars næstkomandi og hefjast klukkan 20:00 í sal Fjölbrautarskólans við Ármúla og er aðgangseyrir kr. 1000 fyrir fullorðna en frítt er fyrir 16 ára og yngri (ekki hægt að greið a með korti).

Framfarir er hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara sem hefur það að markmiði að styðja við framgang í lengri hlaupum, styðja við bakið á afreksfólki auk þess að standa fyrir hlaupaviðburðum og fræðslufundum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur á vegum Framfara

Í fyrsta sinn laugardaginn 3.maí 2014 !

Nánar um þetta hér: Volcano_Trail_Run

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Í fyrsta sinn laugardaginn 3.maí 2014 !

Laugavegsfarar athugið

Þeir sem ætla að taka þátt í  Laugarvegur Ultra Maraþon þann 12. júlí næstkomandi eru hvattir til að staldra við eftir æfingu næsta þriðjudag, 18. mars, þar sem þjálfarnir ætla að fara yfir málin.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Laugavegsfarar athugið

Víðavangshlaupið, Þórsmörk Volcano Trail Run

Víðavangshlaupið, Þórsmörk Volcano Trail Run verður haldið í fyrsta sinn laugardaginn 3. maí.

Volcano Trail Run er fyrsta keppnishlaupið sem fer eingöngu fram í Þórsmörk á hinni vinsælu gönguleið Tindfjallahring.

Hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal og byrjað er að hlaupa sem leið liggur inn Húsadalinn áleiðis á Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slippugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slippugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið Krossáraura að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275m hækkun) og niður aftur að vestanverðu og endað á sama stað í Húsadal.

Hlaupaleiðin.

Nánari upplýsingar um hlaupið má sjá á hlaup.is og heimasíðu hlaupsins.

Er þetta eitthvað fyrir spræka FH hlaupara?

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Hlaup | Slökkt á athugasemdum við Víðavangshlaupið, Þórsmörk Volcano Trail Run

FH-Actavis – Úrslit úr hlaupi 2 af 3 komin í hús

Kíkið á úrslitin undir flipanum Úrslit hér fyrir ofan.

Góðir tímar þarna á ferð enda aðstæður með besta móti.

Enn og aftur takk fyrir þátttökuna og hlökkum til að sjá ykkur aftur 27.mars.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við FH-Actavis – Úrslit úr hlaupi 2 af 3 komin í hús

Takk fyrir frábært hlaup í gær !

Í gær lauk 2ru af 3ur Actavis-FH hlaupunum í frábæru veðri og við mjög góðar aðstæður. Mjög góð þátttaka var og verulega skemmtileg stemming. Margir voru að bæta tímana sína sem er aldrei leiðinlegt en aðstæður voru mjög góðar. Þökkum öllum þeim sem tóku þátt og hlökkum til að sjá ykkur aftur í 3ja og síðasta hlaupinu sem mun fara fram 27.mars á sama stað og á sama tíma.   Minnum einnig á Miðnæturhlaup Suzuki en ef þátttökugjald er greitt fyrir 1.mars þá er gjaldið hvað ódýrast.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Takk fyrir frábært hlaup í gær !

Hlauparöð Actavis og FH

Þá er komið að hlauparöð Actavis og FH

Næsta hlaup, 2 af 3, verður fimmtudaginn 27.febrúar kl.19:00

Allir eru hvattir til að taka þátt.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hlauparöð Actavis og FH