Gamlárshlaup ÍR

ÍR

Forskráning í 38. Gamlárshlaup ÍR stendur nú yfir. Það ríkir ávallt mikil gleði og stemning í Gamlárshlaupi ÍR, en skapast hefur sú hefð að hlauparar mæti í búningum sem setur skemmtilegan svip á hlaupið. Á Hörputorgi gefst svo hlaupurum og áhorfendum kostur á að gæða sér á kakó og kleinum gegn vægu gjaldi.

Veitt verða verðlaun fyrir bestu búningana auk hátt í 100 útdráttarverðlauna af ýmsum toga. Afreksvörur og Intersport gefa vinninga fyrir 1.-3. sæti í flokki karla og kvenna. Hlauparar sem hljóta útdráttarverðlaun fá afhenta miða þegar þeir koma í mark og verða að vitja vinninga inni í Hörpunni. Allir 15 ára og yngri fá þátttökupeninga sem jafnframt þarf að vitja inni í Hörpunni, en eldri hlaupurum gefst kostur á að kaupa þátttökupening samhliða skráningu. Með skráningargögnum fylgir inneign í Intersport.

Frekari upplýsingar má finna á skráningarsíðu hlaupsins á haup.is.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.