VIKA 39

Félagar í skokkhópi ÍR tóku vel á móti okkur laugardaginn og buðu upp á skemmtilegt hlaup, frábærar hlaupaleiðir og góðan félagsskap!  Félagar í hlaupahópur FH þakkar mikið og vel fyrir sig.

Um næstu helgi gera nokkrir hlaupahóps félagar víðreist og taka þátt í Berlínarmaraþoninu.  Það eru þau Ebba Særún, María Kristín og Jón Ómar.  Þau hafa verið á fjúgandi siglingu, og æft stíft og nú er komið að uppskeru hjá þeim.

Hrönn Árna, þjalfari okkar, flýgur út á morgun, mánudag, áleiðis til San Francisco.  Þar ætlar hún að mennta sig ennfrekar og leggja stund á meistaranám í íþróttasálfræði.  Við þökkum henni fyrir þann tíma sem hún gaf okkur og óskum henni velfarnaðar.  Hún krukkar svo í kollinn á okkur þegar hún kemur heim fullnuma.

Næsta vika er sú fjórtánda samkvæmt æfingaáætlun fyrir Amsterdam maraþonið. Hún verður ekki alveg jafn stór í kílómetrum og vikan á undan en nokkuð drjúg samt.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 39

Samskokk laugardaginn 21. september

Laugardaginn kemur er ætlunin að heimsækja ÍR skokk og hlaupa með þeim laugardagsæfinguna.

Mæting kl. 9 í Breiðholtslaug við Austurberg, það verður hlaupið þaðan.  Sundlaugin opnar klukkan 9 og getur fólk geymt dótið sitt þar.  Það er stefnt að því að leggja af stað 5-10 mínútur yfir níu.

Hægt er að velja milli þriggja mismunandi leiða sem búið er að stika út í Heiðmörk og nágrenni 12, 22 og 32 km.

Að loknu hlaupi er boðið upp á léttar veitingar.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Samskokk laugardaginn 21. september

Árshátíð og samskokk

Föstudaginn 8. nóvember næstkomandi verður árshátíð hlaupahóps FH haldin.  Þá verða Amsterdamfarar búnir að jafna sig eftir skemmtilegt hlaup og allur hópurinn því meira en lítið til í dans og tjútt.

Af fenginni reynslu má búast við magnaðri og meiriháttar  skemmtun. Munið því að taka kvöldið frá!

Næstkomandi laugardag verður samskokk með ÍRingum.  Þau heimsóttu okkur í vor og nú ætlum við að kíkja til þeirra. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið á fimmtudagsæfingunni og hér á síðunni.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Árshátíð og samskokk

VIKA 38

Komandi vika er sú “lengsta” í undirbúningnum fyrir Amsterdamferðina.  Þau sem æfa fyrir helt þon hlaupa 88 kílómetra.  Endilega fara varlega og vera ekki með neinn glennugang síðustu vikurnar.

Á miðvikudag í næstu viku, 18 september, verður fundur fyrir Amsterdamfara.  Hann verður í Sjónarhól, Kaplakrika og hefst klukkan 20:00.

Munið að nú hittumst við inni í Kapla fyrir æfignar, eins og við gerum vanalega yfir vetrartímann.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 38

Nokkrir punktar

Fyrir æfingu í dag, og framvegis í vetur, ætlum við að hittast í tengibyggingunni í Kaplakrika.

Á miðvikudag í næstu viku, 18 september, verður fundur fyrir Amsterdamfara.  Hann verður í Sjónarhól, Kaplakrika og hefst klukkan 20:00.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Nokkrir punktar

VIKA 37

Það er nokkuð ljóst að félagar hafa alls ekki tapað gleðinni þrátt fyrir aukið æfingaálag.  Á fésbókarvegg okkar póstuðu hressir hlauparar myndum af sér í góðu yfirlæti á Kaffi Nauthól eftir 24 kílómetra laugardagshlaup!

Aðrir brugðu undir sig betri fætinum og tóku þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi.

Svona á að gera þetta!

Annars lítur hlaupavikan svona út hjá okkur:

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 37

Vizion Hlaupa – Laugardaga​r – DanSPORT

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Vizion Hlaupa – Laugardaga​r – DanSPORT

VIKA 36

Á næstu vikum verður æfingaálagið hvað mest fyrir Amsterdamfara.  Því er ekki úr vegi að minna á nokkur atriði.

  • Upphitun.  Ekki fara of geyst af stað.  Hita vel upp fyrir æfingu.
  • Teygjur.  Það er mikilvægt að teygja vel eftir æfingu og eins er gott að gera léttar hreyfi-teygjur strax eftir upphitun.  Talið bara við Eyvind, hann er vís með að kenna ykkur eina góða.
  • Jákvæðni.  Þetta hefst ekki á hörkunni einni saman.  Það eru toppar og dalir á þessu tímabili.
  • Pepp.  Það er fátt betra en pepp og hvatning frá félögum.  Er ekki tími til kominn að þú peppir líka?
  • Brosið.  Miklu betra en að bíta á jaxlinn.

Þetta á að vera skemmtilegt svo við skulum reyna að hafa það þannig.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 36

VIKA 35

Mynd: visir.is

Mynd: visir.is

Nú er hægt að nálgast öll úrslit úr Reykjavíkurmaraþoninu á heimasíðu hlaupsins.

Á veggnum okkar er að finna fullt af myndum sem Gísli Ágúst tók og þar munu örugglega birtast fleiri myndir.

Vert er að benda á að í september eru í boði nokkur eldfjörug 10 km hlaup, svo sem Reykjanes maraþon og Brúarhlaupið á Selfossi, ef þið viljið bæta tímana ykkar 🙂

Æfingaáætlun næstu viku er hér fyrir neðan.  Hópar 1 og 2 halda áfram æfingum fyrir Amsterdamferðina.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við VIKA 35

REYKJAVÍKURMARAÞON 2013

Það er töluverður spenningur fyrir morgundeginum og er það vel. Það lítur út fyrir að veðrið verði bara alveg ágætt.

Hér eru nokkur atrið sem gott er að hafa í huga:
Muna að sækja keppnisgögnin í dag. Skráningarhátíðin er frá 10:00 – 19:00. Fara einn hring á expóinu. Þar eru líka áhugaverðir fyrirlestrar sem gaman getur verið að hlusta á.

Í kvöld er gott að græja hlaupadressið, festa númerið framan á hlaupabolinn, taka til skóna og græja tímaflöguna. Klippa táneglur.

Ekki vera með neina tilraunamennsku í matargerð 🙂

Í fyrramálið hittumst við hress fyrir framan MR. Þar verðum við með tjaldið okkar og getum geymt þar utanyfirflíkur og þessháttar. Verum tímanlega til að forðast stress. Eins er gaman fyrir þau sem hlaupa 10 km að vera við ræsingu hálfa og heila þonsins og hvetja þau fyrstu metrana.

Endum þetta svo með súpustuði í GÆS-inni – muna eftir 1000kallinum.


Þau sem tekið hafa þátt í RM þekkja þetta lag af góðu einu. Það hefur verið spilað í ræsingu og kemur manni svo sannarlega í stuð, hafi stuðið ekki verið komið.

Það eru margar myndavélar í markinu og því er um að gera að koma brosandi í mark og sýna sitt fallegasta og flottasta andlit 🙂

Gangi okkur öllum VEL og njótum.
KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við REYKJAVÍKURMARAÞON 2013