VIKA 39

Félagar í skokkhópi ÍR tóku vel á móti okkur laugardaginn og buðu upp á skemmtilegt hlaup, frábærar hlaupaleiðir og góðan félagsskap!  Félagar í hlaupahópur FH þakkar mikið og vel fyrir sig.

Um næstu helgi gera nokkrir hlaupahóps félagar víðreist og taka þátt í Berlínarmaraþoninu.  Það eru þau Ebba Særún, María Kristín og Jón Ómar.  Þau hafa verið á fjúgandi siglingu, og æft stíft og nú er komið að uppskeru hjá þeim.

Hrönn Árna, þjalfari okkar, flýgur út á morgun, mánudag, áleiðis til San Francisco.  Þar ætlar hún að mennta sig ennfrekar og leggja stund á meistaranám í íþróttasálfræði.  Við þökkum henni fyrir þann tíma sem hún gaf okkur og óskum henni velfarnaðar.  Hún krukkar svo í kollinn á okkur þegar hún kemur heim fullnuma.

Næsta vika er sú fjórtánda samkvæmt æfingaáætlun fyrir Amsterdam maraþonið. Hún verður ekki alveg jafn stór í kílómetrum og vikan á undan en nokkuð drjúg samt.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.