Fyrirlestraröð Framfara haustið 2013

Fræðslufundir Framfara haustið 2013 verða haldnir í Íþróttamiðstöðin Laugardal við Engjaveg 3. hæð og er aðgangseyrir 1000 kr.

Frá september-nóvember 2013 eru eftirfarandi fyrirlestrar í boði:

  • Þriðjudagur 24. september 2013: Hljópstu fram úr þér ?
  • Fimmtudagur 24. október 2013: Einkenni góðs afreksmanns
  • Fimmtudagur 28. nóvember 2013: Grunnur að glæstum árangri

Fundirnir verða haldnir í Íþróttamiðstöðin Laugardal við Engjaveg 3. hæð og er aðgangseyrir 1000 kr.

Um fundinn í kvöld:

Þriðjudagur 24. september 2013: Hljópstu fram úr þér ?

Kl. 20:00 – 21:15 Salur E

  • Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari hjá Atlas endurhæfingu

Farið verður yfir helstu þætti er snúa að meiðslum hlaupara en sjónunum verður ekki síður beint að forvörnum og þeim leiðum sem fara má til að sporna gegn álagstengdum meiðslum. Róbert hefur unnið við greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu íþróttameiðsla frá því árið 2005 en hann hefur síðan þá starfað sem sérfræðingur á sviði íþróttasjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að sérsérsvið hans eru axlar- og hnéendurhæfing hefur Róbert sinnt fjöldanum öllum af íþróttamönnum úr öllum greinum íþrótta og meðal annars unnið mikið með Anítu Hinriksdóttur, Kára Steini Karlssyni og Gunnari Páli Jóakimssyni þjálfara þeirra og fjölda annarra hlaupara á sviði forvarna gegn meiðslum og álagstengdum einkennum

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.