Jæja, þá er næst síðasta vika ársins runnin upp. Þrátt fyrir annríki eru æfingar á sínum stað og gott að mæta á þær þegar mikið er að gera, hlaupa dálítið og hreinsa þannig hugann. Búið er að setja inn áætlun vikunnar, þar er að finna Jólaljósahlaupið okkar og … æfingu á aðfangadag. En vikan er létt, þar sem flestir eru á fullu í jólaundirbúningi.
Félagar eru minntir á að skrá öll hlaup sín og hreyfingu á hlaup.com.