Nú í svartasta skammdeginu er áríðandi fyrir okkur hlaupara að vera vel sýnileg. Endurskins– merki, belti og vesti eru nauðsynlegur búnaður og ætti enginn að hlaupa á eða við götur nema klæðast einhverju slíku. Eins þurfum við að sýna mikla aðgát þegar hlaupið er meðfram götum og þegar við förum yfir þær, sem við gerum náttúrulega hvergi nema á gangbrautum.
Eins er mikilvægt að vera vel sýnilegur á reiðhjóli, en margir úr hlaupahópnum eru duglegir við að hjóla allt árið, til og frá vinnu og/eða sér til gamans. Endurskinsmerki og ljóst koma þar sterkt inn.