Félagi okkar í HHFH, Jón Ómar Erlingsson, tók þátt í New York maraþoninu sem fram fór í dag. Hann kláraði hlaupið með sóma á glæsilegum tíma 3:25:24. Við óskum honum til hamingju með hlaupið.
Búið er að setja inn æfingaáætlun næstu viku. Nýliðarnir halda sínu striki, það er frábært að sjá framfarirnar hjá þeim. Hinir hóparnir hlaupa rólega á þriðjudagsæfingunni en á fimmtudag verða brekkusprettir.
Munið að klæða ykkur eftir veðri.
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á árshátíðina … KOMASO