REYKJAVÍKURMARAÞON 2013

Það er töluverður spenningur fyrir morgundeginum og er það vel. Það lítur út fyrir að veðrið verði bara alveg ágætt.

Hér eru nokkur atrið sem gott er að hafa í huga:
Muna að sækja keppnisgögnin í dag. Skráningarhátíðin er frá 10:00 – 19:00. Fara einn hring á expóinu. Þar eru líka áhugaverðir fyrirlestrar sem gaman getur verið að hlusta á.

Í kvöld er gott að græja hlaupadressið, festa númerið framan á hlaupabolinn, taka til skóna og græja tímaflöguna. Klippa táneglur.

Ekki vera með neina tilraunamennsku í matargerð 🙂

Í fyrramálið hittumst við hress fyrir framan MR. Þar verðum við með tjaldið okkar og getum geymt þar utanyfirflíkur og þessháttar. Verum tímanlega til að forðast stress. Eins er gaman fyrir þau sem hlaupa 10 km að vera við ræsingu hálfa og heila þonsins og hvetja þau fyrstu metrana.

Endum þetta svo með súpustuði í GÆS-inni – muna eftir 1000kallinum.


Þau sem tekið hafa þátt í RM þekkja þetta lag af góðu einu. Það hefur verið spilað í ræsingu og kemur manni svo sannarlega í stuð, hafi stuðið ekki verið komið.

Það eru margar myndavélar í markinu og því er um að gera að koma brosandi í mark og sýna sitt fallegasta og flottasta andlit 🙂

Gangi okkur öllum VEL og njótum.
KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.