Nú er allt klárt fyrir Snæfellsjökulshlaupið, meira að segja veðrið ætlar að vera með besta móti.
Það eru tæplega 50 hressir FH ingar sem ætla í langferðabílnum og jafnvel nokkrir í viðbót.
Planið er þannig:
Mæting 8.30 í Kaplakrika á laugardaginn. Allrahanda ætlar að koma okkur vestur.
Komutími á Arnarstapa um 11.15
Hlaupið hefst kl.12.00
Áætluð brottför frá Ólafsvík um 16.30/17.00
Það sem þarf að hafa í huga:
Komið klædd í rútuna, þ.e.a.s í spendexinu og öllu settinu. Takið með ykkur föt fyrir heimför, sundföt og handklæði. Skellum okkur í sturtu/sund í Ólafsvík. Muna eftir þúsundkallinum fyrir rútuna!
Það verður flott móttaka í Ólafsvík; fiskisúpa, kaffi og konfekt.
Ekki gleyma að skrá ykkur, það er opið fyrir forskráningu til klukkan 20:00 á föstudag en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.
Muna að hafa gaman af og brosa 🙂