VIKA 27

Félagar í hlaupahópnum gerðu víðreist um helgina og tóku þátt í Snæfellsjökulshlaupinu sem fram fór á laugardaginn. Ferðin heppnaðist vel í alla staði og þrátt fyrir þreytu og smá stirðleika eru strax hafnar pælingar á fésbókinni um að fjölmenna aftur að ári.

Hægt er að skoða myndir frá hlaupinu á vegg hlaupahópsins á Facebook.

Félagar okkar þau Þórdís Hrafnkelsdóttir, Friðleifur Friðleifsson og Ebba Særún Brynjarsdóttir sigruðu í sínum flokki og Atli Steinn Sveinbjörnsson var í þriðja sæti í sínum flokki.  Frábær árangur hjá þeim og þeim öllum sem tóku þátt í þessu krefjandi hlaupi.  Úrslitin má sjá hér.

Æfingaáætlun fyrir vikun 27 er hér fyrir neðan.

Æfingaáætlun viku 27

Allar æfingar nema recovery og löngu hlaupin byrja á ca 2 km upphitun og enda á 1,5 km niðurskokki

  • Recovery Jogs ( Ról )
  • Long Runs (laugadagar )
  • Steady State Run ( Jafnt )
  • Tempo Run ( langt )
  • Tempo Intervals ( Stutt )
  • Sprettir ( 400 til 2000 m )

Til að finna út á hvaða hraða á að hlaupa æfingarnar þá bendum við á að nota McMillan hlaupareiknivélina. Þar setjið þið inn þann tíma sem þið eigið í t.d 5 km, 10 km, eða 21 km og hvaða tíma þið stefnið á.

Þetta verður ljómandi góð hlaupavika – komaso!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.