Hlauparar noti endurskinsmerki

Víða á höfuðborgarsvæðinu eru hlaupahópar starfandi og virðist fjölga með hverju ári. Enn vantar þó upp á að meðlimir í þessum hópum noti allir endurskinsmerki þótt þeir séu á ferð í myrkri á eða við umferðargötur, segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Stórhætta hefur skapast af þessum sökum. Það hefur  jafnframt vakið athygli lögreglu að eðlileg aðgæsla hlaupara og virðing fyrir umferðarlögum er á stundum ansi lítil. Þeir fara t.d. óhikað yfir umferðargötur án þess að nota gangbrautir þó þær séu nærri og fara yfir á móti rauðu gangbrautarljósi.

Lögregla beinir þeim vinsamlegu tilmælum því til hlaupara sem við þessu lýsingu kannast; foreldra, afa, ömmur, frændur og frænkur, til að sýna gott fordæmi í umferð með því að nota endurskinsmerki og virða umferðarlög og reglur. Þannig stuðla þeir að eigin umferðaröryggi og annarra. (af mbl.is)

Endurskinsmerki
Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þessa vegna er notkun endurskinmerkja nauðsynleg. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa endurskinsmerkin fremst á ermum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra síðarnefndu í umferðinni.  Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr og því getur notkun endurskinsmerka skilið milli lífs og dauða. (af vef Umferðastofu)

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.