Vika 45

Það hafa verið gerðar örlitlar breytingar hér á heimasíðunni, búið er að bæta við dagatali, og þar mun æfingaáætlunin birtast ásamt öðrum viðburðum og uppákomum sem verða á vegum hlaupahópsinins eða áhugavert fyrir okkur.

Ef þið, félagar góðir, eruð með hugmyndir og ábendingar, endilega sendið þær á hbirnir(a)gmail.com

Vika 45 er framundan, uppbyggingatímabilið gengur vel og vonum við að veðurguðirnir verð okkur góðir eitthvað áfram.  Það er snjólaust og ekki útlit fyrir að það snjói að neinu ráði hér á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu þessa vikuna og er það vel.  Á fimmtudagskvöld er annað Powerade hlaup vetrarins.

Félagi okkar, Guðni Gíslason, skellti annálnum sem hann flutti á árshátíðinni saman í myndband, hægt er að nálgast það hér!

Munum eftir endurskinsmerkjum og að klæða okkur eftir veðri.  Húfa og vettlingar eru staðalbúnaður 🙂

KOMASO!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.