VIKA 20

Í næstu viku verður gerð önnur pöntun á jökkum, hægt verður að gera pöntun fyrir æfingu á þriðjudag og fimmtudag.  Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og ganga frá sinni pöntun.  Engöngu er í boði að máta og panta þessa tvo daga!

Æfingaáætlun vikunnar er kominn á sinn stað (smellið á töfluna til að stækka hana).  Næstkomandi fimmtudag, uppstigningardag, ætlum við að taka daginn frekar snemma og æfa klukkan 09:30. Á miðvikudag ætlar utanvegahópurinn að hittast við bílastæðið í Kaldárseli klukkan 18:00.

Hér til hliðar, í tenglasafninu, er hlekkur í McMillan hlaupareiknivélina.  Þar er hægt að slá inn sínar forsendur og fá útreiknað á hvaða tíma á að hlaupa hverja æfingu.  Sama hvort um er að ræða spretti eða langa hlaupið á laugardögum.

Þetta verður súperflott hlaupavika.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.