VIKA 17

Nýliðin helgi var viðburðarík eins og fyrr hefur komið fram, það er greinilegt að æfingar vetrarins eru að skila sér.

Miðvikudaginn 25. apríl klukkan 20:00 verður fræðslukvöld hjá Hlaupahópnum haldið í Sjónarhól, Kaplakrika.  Þar mun stjórnin fara yfir hlaupasumarið og haustið.  Við fáum fyrirlestur frá Lýð B. Skarphéðinssyni, skódoktor.  Eins verða vörukynningar og fleira.  Nánar um þetta á þriðjudagsæfingunni.  Allir eru hvattir til að mæta, bæði nýir og gamlir félagar.

Búið er að setja inn æfingaáætlunina. Það eru brekkursprettir á þriðjudaginn, fimmtudagurinn er hefðbundinn.  Aukaæfing er á miðvikudag klukkan sex, þar sem áhersla er lögð á utanvegahlaup.  Sá hópur hittist í Heiðmörk.  Svo er náttúrulega langur laugardagur 🙂

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.