Félagar Hlaupahóps FH voru á þönum víða í dag. Þó það hafi ekki verið eiginleg æfing á dagskránni mættu hátt í 40 nýliðar upp í Kaplakrika og hlupu undir stjórn Hrannar.
97. Víðavangshlaup ÍR fór fram að vanda, og luku 446 hlaupara keppni í blíðskaparveðri. Í fyrsta sinn fór fram Íslandsmeistrarmót í 5 km hlaupi og 5 manna sveitakeppni og var að skemmtileg viðbót við annars flott hlaup, sem einnig var hluti af Powerade hlauparöðinni.
Þó nokkrir félagar Hlaupahóps FH tóku þátt og gerðu góða hluti. Nokkur PB sjást á hlaupadagbókinni 🙂 Til hamingju.
Haraldur Tómas Hallgrímsson kom fyrstur okkar fólks í mark á tímanum 16:49.
Annar af okkar fólki varð Friðleifur Friðleifsson á tímanum 17:13.
Og þriðji var Finnbogi Gylfason en hann hljóp á tímanum 18:17.
Úrslit hlaupsins eru hér.
Hittumst á æfingu á laugardaginn.
KOMASO