Flott þriðjudagsæfing

Það var margmenni á æfingu í dag í frábæru veðri.  Uppi á efra grasi hlupu nýliðarnir undir stjórn Hrannar á meðan hinir hóparnir tóku hressilega á því á brautinni.  Í boði voru langir sprettir, annars vegar 6-10x 400 m. og hins vegar 4-6 x 1000 m.   Tartanið fékk aldeilis að finna fyrir röskum fótum.  Á undan var hlaupin hefðbundinn upphitunarhringur og eftirá skokkaði fólk ýmist Fjarðarkaupshring, rólega á grasinu og sumir notuðu niðurskokkið til að koma sér heim.

Rétt er að vekja athygli á því að mæting á þriðjudags og fimmtudagsæfingar er í Kapla en við Suðurbæjarlaug á laugardögum.

Það hefur orðið breyting hvað varðar fimmtudaginn en þá átti ekki að vera eiginleg æfing heldur átti hver og einn að hlaupa eftir sínu höfði.  En Hrönn ætlar að mæta upp í Kapla og hlaupa með nýliðunum, því er upplagt fyrir fleiri að hittast  þar og hlaupa sínar vegalengdir. Stefnan er að hittastk klukkan 9:30.

Munum eftir hlaup.com

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.