Úrslit í þriðja hlaupi hlaupaseríu Atlantsolíu og FH

Þriðja, og síðasta, hlaupið þetta árið í Hlaupaseríu Atlantsolíu og FH fór fram í gær.  Þrátt fyrir töluverðan mótvind á seinni hluta leiðarinnar náðust ágætis tímar.

Arndís Ýr Hafþórsdttir, Fjölni, sigraði í kvennaflokki á tímanum 18,52.  Í öðru sæti var Eva Einarsdóttir, ÍR, á tímanum 19,45 og í þriðja sæti var Birnar Björnsdóttir, HHFH á 20 mínútum sléttum.

Í karlaflokki sigraði Stefán Guðmundsson, 3SH/Team TRI, á tímanum 16,26.  Annar varð Hákon Hrafn Sigurðsson, 3SH, á 16,33.  Þriðji varð svo Sæmundur Ólafsson, ÍR, á tímanum 16,43.

Úrslitin má nálgast hér.

Við minnum á lokahófið næstkomandi föstudagkvöld, 30. mars í Kaplakrika.  Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í samanlögðu í bæði kvenna og karlaflokki.  Eins eru fjölda útdráttaverðauna í boði fyrir keppendur.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.