VIKA 13

Það var þó nokkkur hópur fólks sem mætti, mátaði og pantaði sér nýjan hlaupajakka á laugardagsæfingunni.  Á þriðjudaginn verður búninganefndin með jakka til að  máta og panta eftir, því er um að gera að mæta tímanlega – helst korteri fyrr.

Í vikunni er okkur boðið í heimsókn í verslunina TRI á Suðurlandsbraut.  Þar er boðið á ágætis úrval af skóm og öðru sem hlauparar gætu þurft.  Nánar um það á þriðjudagsæfingunni.

Á föstudagskvöldið er svo verðlaunaafhending Hlaupaseríu Atlantsolíu og FH.  Eins og komið hefur fram verða einnig útdráttaverðlaun svo allir þátttakendur í seríunni eiga möguleika, því er um að gera að láta sjá sig.

Nýliðaprógram fer í gang fimmtudaginn 12. apríl.  Endilega bendið áhugasömum á okkar frábæra hlaupahóp.

Æfingaáætlun næstu viku er hér.

KOMASO …

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.