Vikan

Það er engin ástæða til að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft þótt haustið sé mætt með sínum skemmtilegu lægðum. Það er líka stutt í hlaup hjá Berlínarförum og um að gera að sýna stuðning í verki og mæta á æfingar og peppa upp liðið. Svona lítur vikan annars út.

15-21 sept

Smellið á myndina til að stækka.

Sjáumst á æfingu!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Vikan

Tour de Marel

Þann 12. september næstkomandi munu starfsmenn Marel á Íslandi ásamt fjölskyldu og vinum hlaupa vegalengdina til Fílabeinsstrandarinnar, samtals 6.500 km, á einum sólarhring og sýna þannig börnunum í Yamoussoukro að þeir standi þétt við bakið á þeim og skólanum þeirra þrátt fyrir að þau séu langt í burtu. Vissulega er þetta löng vegalengd en hlaupin verður 5 km hringur í Heiðmörk. Alls þarf að ná 1300 hringjum til að ná takmarkinu en ræst verður í hlaupið klukkan 11:00 föstudaginn 12.september og stendur það yfir í sólahring.

Hringurinn byrjar og endar í Marel í Austurhrauni í Garðabæ og þar eru afhendar flögur fyrir brautina sem er upp í Heiðmörk (5km) mjög skemmtileg leið. Orkudrykkir og veitingar eru í boði við rásmark.

Til valið fyrir hlaupafélaga að hlaupa frá Suðurbæjarlaug niður í Marel, taka þátt í hlaupinu og hlaupa svo tilbaka upp í sundlaug. Klárleg góðverk dagsins. Hlaupinu lýkur kl. 11 á laugardagsmorgun.

Frekari upplýsingar um Tour de Marel má finna hér.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Tour de Marel

Berlínarfarar

Berlínar maraþonið verður haldið þann 28. sept n.k.og ætla þó nokkrir úr HHFH að taka þátt í því. Þau hafa æft stíft og spennan er að magnast sem og æfingaálagið. Þau hafa gert sér far um að hafa æfingarnar skemmtilegar og hlupu t.d. 32 km. fyrir hálfum máuði um götur borgarinnar og enduðu í Laugum SPA. Síðasta laugardag var tekið 24 km. tempóæfinging á maraþonhraða eftir strandlengju Hafnarfjarðar og stillt upp drykkjarstöð eftir 8 km. Hlaupið var 4 km. áður en snúið var við þannig að Berlínarfararnir mættust all oft enda á mismunandi hraða. Næsta laugardag eða á morgun 13. sept ætla Berlínarfararnir síðan að hlaupa úr Hafnarfirði og enda í sumarbústað í Lækjarbotnum rétt fyrir utan Rvk þar sem á að grilla og tjilla með Nilla fram eftir degi.

Þau eru:
Auður Þorkelsdóttir
Elísa Vigfúsdóttir
Guðmundur Þorleifsson
Ída Ómarsdóttir
Kristján Ólafur Guðnason
Margrét Björg Karlsdóttir
Rakel Birna Þorsteinsdóttir
Sveinbjörn Sigurðsson
Þorbjörg Ósk Pétursdóttir
Þorsteinn Sigurmundason
Þórður Hjalti Þorvarðarson

Við óskum þeim að sjálfsögðu alls hins besta og látum fylgja nokkrar myndir svo allir geti áttað sig á hverja er um að ræða. Endilega gefið þessum hetjum klapp á bakið og pepp á næstu æfingum.
a>

Elísa V

Fjölskyldan plús Inga og Auður

Guðmundur

Ída

Kristján

Þórður

Margrét

Rakel

Sveinbjörn og Tobba

Sveinbjörn

Tobba

Þorsteinn og Guðmundur

Þorsteinn

Guðmundur

Auður

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Berlínarfarar

Flensborgarhlaup 23. september

Hið árlega Flensborgarhlaup verður þann 23. september næstkomandi kl. 17:30. Þetta er skemmtilegt fjölskylduhlaup fyrir alla, byrjendur sem lengra komna og hægt að velja um 3 vegalengdir, 3 km, 5km og 10 km. Þátttökugjald er einungis 1500 kr. fyrir 5 og 10 km. og 500 kr. fyrir 3 km. Nú er rétti tíminn til að gera góðverk því allur ágóði af hlaupinu rennur í málefni tengdu ungu fólki.
Þá er einnig mikið af útdráttarverðlaunum.

ÞÚ hefur sem sagt enga afsökun fyrir að mæta ekki!

Sjáumst!

Flensborgarhlaupið 23. sept n.k.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Flensborgarhlaup 23. september

Rauða kross hlaupið

Rauða kross hlaupið verður haldið í fyrsta sinn fimmtudaginn 4. september næstkomandi kl. 17:30 í Elliðaárdalnum.

Boðið er upp á fjórar vegalengdir; 1,5 km og 3 km skemmtiskokk fyrir fjölskylduna og 5 km og 10 km fyrir vana hlaupara. Lengri vegalengdirnar eru með tímatöku og veitt verða verðlaun fyrir 1. sætið í karla- og kvennaflokki. Verðlaunin eru hvorki meira né minna en skyndihjálparnámskeið hjá Rauða kross Íslands, það er því til mikils að vinna.

Hlaupaleiðina fyrir 10 km. má sjá hér

Hér er svo sannarlega hægt að hlaupa til góðs því hlaupið er til styrktar innanlandsstarfi Rauða krossins í Reykjavík.

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is og þar má einnig finna nánari upplýsingar um hlaupið

Er ekki alveg tilvalið að smella sér í gott hlaup og styrkja gott málefni í leiðinni?

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Rauða kross hlaupið

Tilboð í HRESS

Download (PDF, 691KB)


Stjórn HHFH hefur fengið eftirfarandi tilboð í líkamstæktarstöðina HRESS fyrir hlaupafélaga FH:

Vinaklúbbur 4.990.- á mán.
Árskort 57.990.-
Sex mánuðir 33.990.-

Tilboð á árskortum og vinaklúbbi gildir til áramóta en félagsmenn fá kaupauka með kortunum til 3. september. ATH. gildir ekki með 6 mán. kortum.

Fjölbreytt og spennandi tímatafla tekur gildi 1. september og fylgir aðgangur að sundmiðstöðinni Ásvöllum öllum kortum .

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Tilboð í HRESS

Æfingaráætlun vikunnar

Þó RM sé afstaðið er engin ástæða til að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft. Fullt af hlaupum framundan eins og t.d. Fossvogshlaupið 28/8, Tindahlaup Mosfellsbæjar 30/8, Reykjanesmaraþonið 3/9, Flensborgarhlaupið 23/9 og svona mætti lengi telja, að ógleymdu Berlínarmaraþoninu sem er bara rétt handan við hornið.
Æfingaráætlun vikunnar lítur svona út:

1-7 sept

Sjáumst á æfingu!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Æfingaráætlun vikunnar

Úrslit í Reykjavíkurmaraþoni

Góð mæting var hjá hlaupafélögunum í RM í gær þar sem mörg persónuleg met voru slegin og óskum við hlaupafélögunum til hamingju með það. Á eftir sló stjórn HHFH upp frábæru sundlaugarpartýi í Sundhöll Hafnarfjarðar og var góð stemming. En toppurinn á gærdeginum var klárlega Hrönn Árnadóttir sem er mætt til landsins og ætlar að mæta með látum á æfingu eftir rétt rúma viku. VELKOMIN HEIM HRÖNN! Það verður gaman að fá þig aftur á æfingar.
Úrslit gærdagsins eru komin á netið og má nálgast hér.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Úrslit í Reykjavíkurmaraþoni

Sundlaugarpartý

sundlaugarpartý

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Sundlaugarpartý

Afsláttur í Sportís

Sportís býður HHFH á forútsölu á morgun, miðvikudaginn 20. ágúst í Mörkinni 6. 35% afsláttur á íþróttafatnaðinum Asics og Casall og 20% af skóm.
Sportís verður einnig í Laugardal, fimmtudag og föstudag fyrir RM með sömu afsláttarkjör.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Afsláttur í Sportís