Tour de Marel

Þann 12. september næstkomandi munu starfsmenn Marel á Íslandi ásamt fjölskyldu og vinum hlaupa vegalengdina til Fílabeinsstrandarinnar, samtals 6.500 km, á einum sólarhring og sýna þannig börnunum í Yamoussoukro að þeir standi þétt við bakið á þeim og skólanum þeirra þrátt fyrir að þau séu langt í burtu. Vissulega er þetta löng vegalengd en hlaupin verður 5 km hringur í Heiðmörk. Alls þarf að ná 1300 hringjum til að ná takmarkinu en ræst verður í hlaupið klukkan 11:00 föstudaginn 12.september og stendur það yfir í sólahring.

Hringurinn byrjar og endar í Marel í Austurhrauni í Garðabæ og þar eru afhendar flögur fyrir brautina sem er upp í Heiðmörk (5km) mjög skemmtileg leið. Orkudrykkir og veitingar eru í boði við rásmark.

Til valið fyrir hlaupafélaga að hlaupa frá Suðurbæjarlaug niður í Marel, taka þátt í hlaupinu og hlaupa svo tilbaka upp í sundlaug. Klárleg góðverk dagsins. Hlaupinu lýkur kl. 11 á laugardagsmorgun.

Frekari upplýsingar um Tour de Marel má finna hér.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.