Berlínar maraþonið verður haldið þann 28. sept n.k.og ætla þó nokkrir úr HHFH að taka þátt í því. Þau hafa æft stíft og spennan er að magnast sem og æfingaálagið. Þau hafa gert sér far um að hafa æfingarnar skemmtilegar og hlupu t.d. 32 km. fyrir hálfum máuði um götur borgarinnar og enduðu í Laugum SPA. Síðasta laugardag var tekið 24 km. tempóæfinging á maraþonhraða eftir strandlengju Hafnarfjarðar og stillt upp drykkjarstöð eftir 8 km. Hlaupið var 4 km. áður en snúið var við þannig að Berlínarfararnir mættust all oft enda á mismunandi hraða. Næsta laugardag eða á morgun 13. sept ætla Berlínarfararnir síðan að hlaupa úr Hafnarfirði og enda í sumarbústað í Lækjarbotnum rétt fyrir utan Rvk þar sem á að grilla og tjilla með Nilla fram eftir degi.
Þau eru:
Auður Þorkelsdóttir
Elísa Vigfúsdóttir
Guðmundur Þorleifsson
Ída Ómarsdóttir
Kristján Ólafur Guðnason
Margrét Björg Karlsdóttir
Rakel Birna Þorsteinsdóttir
Sveinbjörn Sigurðsson
Þorbjörg Ósk Pétursdóttir
Þorsteinn Sigurmundason
Þórður Hjalti Þorvarðarson
Við óskum þeim að sjálfsögðu alls hins besta og látum fylgja nokkrar myndir svo allir geti áttað sig á hverja er um að ræða. Endilega gefið þessum hetjum klapp á bakið og pepp á næstu æfingum.
a>