Flensborgarhlaup 23. september

Hið árlega Flensborgarhlaup verður þann 23. september næstkomandi kl. 17:30. Þetta er skemmtilegt fjölskylduhlaup fyrir alla, byrjendur sem lengra komna og hægt að velja um 3 vegalengdir, 3 km, 5km og 10 km. Þátttökugjald er einungis 1500 kr. fyrir 5 og 10 km. og 500 kr. fyrir 3 km. Nú er rétti tíminn til að gera góðverk því allur ágóði af hlaupinu rennur í málefni tengdu ungu fólki.
Þá er einnig mikið af útdráttarverðlaunum.

ÞÚ hefur sem sagt enga afsökun fyrir að mæta ekki!

Sjáumst!

Flensborgarhlaupið 23. sept n.k.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.