Glæsilegur árangur um helgina… og upplýsingar um uppskeruhátíðina…

Það gekk mjög vel hjá félögum í hlaupahópnum um helgina.
Í Brúarhlaupinu voru allir að standa sig mjög vel og sumir að hlaupa á sínum besta tíma, þrátt fyrir slæmt veður. Í Reykjanesmaraþoninu sigraði Friðleifur í 21 km og María vann kvennaflokkinn í 10 km og Eric var í 2 sæti í karlaflokki, glæsilegur árangur, Til hamingju öll.

Svo var Steinn að keppa í heilum járnkalli út í Köln, þar stóð hann sig frábærlega og bætti íslandsmetið og varð í 14 sæti og 2 í sínum aldursflokk, glæsilegur árangur hjá honum, innilega til hamingju Steinn Smile

Nú er allt að verða klárt fyrir uppskeruhátíðina, sem verður haldin í sal sundfélagsinns á Ásvöllum, föstudaginn 17.sept. kl: 19:30

Fordrykkur:  Þriðjudags sprettur.

Forréttur: Seranoskinka með cantalópumelónu og ferskum parmesan á stökku klettasalati.

Aðalréttur: Salvíukrydduð kalkúnabringa og ristað lambalæri með ferskum kryddjurtum og meðlæti.

Eftirréttur: Ístríó með ferskum ávextum.

Glens og grín fram eftir nóttu….

Verð 3.500 á mann fyrir þennan glæsilega þriggja rétta málsverð.
Makar eru að sjálfsögðu velkomnir með.

Minnum alla á að skrá sig á netfangið hronnb@setbergsskoli.is fyrir sunnudaginn 12. september.

Stuðkveðjur,
Skemmtinefndin

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Áhugavert efni. Bókamerkja beinan tengil.