Að slaka á fyrir keppni og uppskeruhátíð hlaupahópsins

ramundan er Brúarhlaupið og munu margir úr hlaupahópnum skella sér austur fyrir fjall og keppa í 10km eða hálfu maraþoni. Í síðustu viku tókum við því fremur rólega og þessi vika verður ósköp svipuð. Það er mikilvægt að hlaupa ekki of hratt á brautaræfingunni á morgun og líða þannig að auðvelt sé að auka hraðann. Fimmtudagshlaupið á að vera létt og nauðsynlegt að teygja vel á eftir. 
Miða við ganginn í keppnum og æfingum undanfarið má búast við fjölmörgum bætingum og ríkir mikil spenna meðal þjálfara að sjá tímana sem félagar hlaupa á.

Þeir sem ekki eru að keppa halda sínu striki og hlaupa samkvæmt prógramminu.

Við minnum alla á að taka frá 17. sept en þá hittumst við í sal Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Munum við gera okkur  glaðan dag og halda uppskeruhátíð hlaupahópsins. Þeir sem ætla að mæta eru beðnir um að tilkynna þátttöku til Hrannar í netfangið hronnb@setbergsskoli.is Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 14. september.
Matseðill er þrírétta og verði verður stillt í hóf Smile Nánari upplýsingar verða birtar síðar um matseðilinn.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Áhugavert efni. Bókamerkja beinan tengil.