Uppskeruhátíð og æfingar

óð skráning er á uppskeruhátíð hlaupahópsins og lítur út fyrir glimrandi skemmtilegt kvöld framundan. Þeir sem eiga eftir að skrá sig eru hvattir til að ráða bót á því sem fyrst og senda póst á hronnb@setbergsskoli.is 
Skráning rennur út á mánudag og fer hver að verða síðastur til að skrá sig.

Ný æfingaáætlun er komin á vefinn og tekur hún mið af þremur hópum. Fjöldi hlaupara hefur sýnt áhuga á að taka þátt í haustþoninu, bæði heilu og hálfu maraþoni. Þeir sem vilja fá æfingaáætlun í tölvupósti fyrir næstu sex vikur geta sent póst á steinn@ru.is til að fá hana senda. Það er mikill hugur í fólki og stefna margir á ársbesta í þessu síðasta langa keppnishlaupi á árinu. 
Frábær árangur hefur náðst í keppnishlaupum undanfarið og síðasta fimmtudag gerði María Kristín sér lítið fyrir og vann Saucony 5km hlaupið á persónulegu meti, 19,22 mín. 
Framundan er vetrarsería Powerade og munu eflaust margir félagar taka þátt í þeim enda fjölmenn og skemmtileg hlaup á krefjandi leið.

Sjáumst á næstu æfingu
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Áhugavert efni. Bókamerkja beinan tengil.