Uppskeruhátíðin

Uppskeruhátíð Hlaupahópsins var haldin í sal SH í Ásvallalaug 17. sept. og var salurinn vel setinn (yfirfullur og komust færri að en vildu) af skemmtilegu og hressu fólki eins og von og vísa er þegar félagar í hópnum koma saman. Veislustjóri var Örn elding Hrafnkelsson sem er einna frægastur fyrir glennuskap á æfingum. Skemmtinefndin (Brynja, Kristín, Jón og Örn) á mikið hrós skilið fyrir frábæra skemmtun og gott skipulag og fór annar hver félagi heim með útdráttarverðlaun. Það sem vakti einna mesta athygli var að Steinn vann gjafabréf í HRESS og eru það greinilega skilaboð um að hann verði að æfa meira. Hægt er að skoða myndir inn áhttp://picasaweb.google.com/steinn.johannsson/UppskeruhatiHlaupahopsFH 

Í morgun mætti nokkur fjöldi á æfingu þrátt fyrir að skemmta sér fram á nótt og sýnir það áhugann hjá félögum hópsins. Eru þjálfarar afar stoltir yfir æfingasókninni og árangrinum á árinu og í raun ótrúlegt að hópurinn sé ekki orðin eins árs gamall.

Næstkomandi þriðjudag fer af stað nýliðahópur og eru áhugasamir hvattir til að mæta. Við lofum spennandi og skemmtilegum vetri.

komaso
Þjálfarar

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.