Áherslur næstu vikur

Á morgun tökum við á móti nýliðum og höfum sett upp 8 vikna æfingaáætlun sem miðar að því að þeir sem ljúki áætluninni geti hlaupið létt 5km í lok tímabilsins. Munu þjálfarar hópsins ásamt sjálfboðaliðum fara fyrir hópnum næstu vikurnar og getum við lofað því að æfingarnar ættu að henta öllum.

Að lokinni uppskeruhátíð er gott að setja sér markmið fyrir nýtt hlaupaár sem hefst að hausti. Nokkuð stór hópur stefnir á haustþonið í lok október og mun sá hópur halda sínu striki og taka brautaræfingur einu sinni í viku og tempó á fimmtudögum. Þess má geta að þeir sem stefna á hálft og heilt maraþon eru að jafnaði að hlaupa 5x í viku.

Aðrir í hópnum halda sínu striki og byggja upp góðan grunn áður en við byrjum á fjölbreyttum æfingum eins og intervali (lotusprettum), fartleggi og brekkusprettum. Pétur og Freyr munu áfram bjóða upp á sínar margfrægu fimmtudagsæfingar og svo hefur komið upp sú hugmynd að bjóða félögum 1x í viku í lyftingaklefann í Kaplakrika og gera styrkjandi æfingar.

Í október (sennilega þann 13.) verður haldin fræðslufundur og er stefnt að umræðuefnin verði eftirfarandi: Markmiðssetning fyrir hlaup, næring fyrir hlaupara og hlaup erlendis á næsta ári. Er mikill hugur í félögum að stefna á hlaup erlendis á næsta ári og myndum við stefna á hlaup sem myndi bjóða upp á nokkrar vegalengdir, frá 10km upp í maraþon. Verður þetta rætt á fundinum og möguleg hlaup kynnt.

Á fimmtudag fer fram Meistarmót Íslands í 5km kvenna og 10km karla í Kaplakrika og ætla nokkir í hópnum að taka þátt. Eru félagar hvattir til að horfa á og styðja við sitt fólk. Þeir sem vilja vera með er bent á að senda beiðni um skráningu ásiggih@hafnarfjordur.is og tilgreina nafn og kennitölu. Félagar í hópnum þurfa ekki að greiða þátttökugjald í hlaupinu.

Frá og með þriðjudeginum 21. september hittumst við á þriðjudögum og fimmtudögum inn í anddyrinu í Kaplakrika.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.