Frábær árangur í Berlín

Í dag kepptu fjórir félagar okkar í hlaupahópnum í Berlínarmaraþoninu.
Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Tímarnir voru eftirfarandi:
Freyr Hákonarson 3:21,01 klst
Pétur Smári Sigurgeirsson 3:14,56 klst
Ásgeir Örvar Jóhannsson 4:31,35 klst
Þórður Þorvarðarson 3:27,31 klst
Mætingin hefur verið frábær undanfarið þrátt fyrir að nokkur hópur hefur tekið því rólega í september. Hvetja þjálfara sem flesta til að taka þráðinn upp á ný, hefja æfingar og setja sér markmið fyrir komandi ár.

Á næstunni hefst Powerade-hlaupaserían og munu eflaust margir í hópnum taka þátt. Hlaupin henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Þann 24. október fer fram haustmaraþon Félags maraþonhlaupara og er nokkur hópur að taka þátt í því.
Eru félagar minntir á að teygja vel á eftir æfingar og taka hraðaaukningar þegar færi gefst en hraðaaukningar eru góðar til að auka hraða og bæta hlaupastílinn.
Sjáumst hress á æfingu á þriðjudag.
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.