Fjölmenni á æfingum

Mikill fjöldi nýliða hefur mætt á æfingar í vikunni og var fjöldinn 65 manns á æfingu á þriðjudaginn sem sýnir áhugann á að vera með í hlaupahópnum. Er þetta mikið ánægjuefni fyrir þjálfara og aðra sem koma að hópnum.

Í vikunni fór fram Meistaramót Íslands í 5km kvenna og 10km hlaupi karla. María Kristín Gröndal gerði sér lítið fyrir og sigraði í 5km á persónulegu meti, 19,03 mín. Er það frábær árangur hjá henni. Þess má geta að dóttir Steins þjálfara hljóp á rúmlega 21 mín og Silja dóttir Péturs hljóp á rúmum 23 mín. Er þetta glæsilegur árangur hjá þeim miðað við ungan aldur.

Í karlaflokki voru FH-ingar nær einráðir. Björn Margeirsson sigraði og vann þar með sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í lengri hlaupum í sumar. Haraldur Tómas varð annar og Friðleifur varð þriðji á rétt rúmum 37 mín sem er skammt frá persónulegu  meti. 
Eric setti persónulegt met með því að hlaupa á 38,25 mín, Jakob fór á 41,39 mín og Guðni Gísla fór á rúmlega 51 mín. Allt eru þetta persónuleg met og óskum við þeim innilega til hamingju.
Sjá má frétt um keppnina með því að smella hér

Sunnudaginn 26. september keppa 5 félagar okkar í hlaupahópnum í Berlínarmaraþoninu. Hægt er að fylgjast með hlaupinu inn á http://www.scc-events.com/events/berlin_marathon/2010/ 
Óskum við þeim góðs gengis í maraþoninu.
Sjáumst á æfingu á þriðjudag.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.