Margmenni á æfingum og mikill áhugi

Undanfarið hefur mætingin í hlaupahópinn verið mjög góð og á þriðjðudag og fimmtudag mættu hátt í 70 manns á æfingu. Er virkilega gaman að sjá áhugann hjá nýliðunum í hópnum og fara þeir vel af stað. Framundan er fræðslufundur fyrir félaga í hópnum og hefur hann verið settur á 14. október í fyrirlestrarsalnum í íþróttahúsi Setbergsskóla.  Er áætlað að fundurinn hefjist kl. 20:00 og verður umræðuefnið næring á æfingum og í hlaupum, mögulegar keppnir erlendis næsta haust fyrir hópinn og markmiðssetning fyrir komandi hlaupaár. Vonum við að félagar fjölmenni á fundinn. 
Einnig geta þeir sem ekki eiga FH-jakka mátað jakka eftir fundinn. Er hugmyndin að panta jakka strax í vikunni eftir fræðslufundinn.

Sjáumst á æfingu á þriðjudag
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.